20. júní 2021
Helgin var viðburðarík en þær eru nú flestar þannig.
Haraldur og Steingrímur ömmu og afastrákar voru löngu búnir að panta helgargistingu hjá ömmu og afa og svo bættust Óliver og Stefán ömmur og afastrákarnir okkar úr Kópavogi óvænt í hópinn. Þetta eru líflegir og skemmtilegir ungir menn sem gaman er að vera með. Dýragarðurinn í Slakka var heimsóttur, sundlaugin í Þorlákshöfn og margt fleira en merkilegt sem það er þá slógu korktapparnir allt út í skemmtilegheitum. Heill haugur af korktöppum er endalaus uppspretta leikja hjá þessum ungu mönnum og það er hrein unun að fylgjast með því.
Vona nú að "haust" kvefið fari að gefa eftir. Það er ekki góð skemmtun að vera illa kvefuð um mitt sumar.