25. maí 2021
Tók mér sumarfrísdag í dag. Reyni oft að taka frí í nokkra daga á vorin til að koma garðinum í gott stand fyrir sumarið. Það hefur gengið illa í ár enda verkefnin ansi mörg þessa dagana. En þessi eini dagur var nú samt ansi drjúgur. Var úti allan daginn og er ansi ánægð með afraksturinn. Fæ seint garðaverðalaunin en mér finnst gaman að hafa garðinn bæði litríkan og gróskumikinn. Það hefur reyndar heldur fækkað trjánum og nú eru til dæmir engar aspir lengur í garðinum. Þær tvær síðustu féllu, risastórar og aldraðar, í fyrra. Í gróðurhúsinu þroskast alls konar suðrænir ávextir, kirsuber, plómur, bláber, ferskjur og epli og í gær eignaðist ég svo tvær tómatplöntur. Þetta verður gott gróðursumar sýnist mér :-)