9. maí 2018
Tíminn flýgur þessa dagana á alveg hreint ótrúlegum hraða. Kosningar á næsta leyti og nóg um að vera, eðlilega. Mér finnst aftur á móti kosningabaráttan með rólegasta móti. Það hlýtur að þýða það að flestir eru nokkuð ánægðir með það sem gert hefur verið. Vona að það skili góðum árangri D-listans þegar talið verður upp úr kjörkössunum þann 26. Maí.
Í dag var síðasti fundur bæjarstjórnar þetta kjörtímabilið. Þar kvöddum við hana Viktoríu en það er nokkuð ljóst að hún verður ekki í bæjarstjórn næsta kjörtímabilið þar sem hún situr í sæti neðarlega á framboðslista. Hún hefur verið góður félagi í bæjarstjórn. Afskaplega vönduð og greind kona sem gott hefur verið að vinna með. Hún fer nú ekki langt svo sem og mun áfram sinna sínu starfi með framúrskarandi hætti í grunnskólanum eins og hún hefur gert undanfarin ár. Þau eru heppin börnin sem fá hana sem kennara. Aðrir sem voru á fundinum í dag eru í framboði svo þeir verða ekki kvaddir í bili.
Kosningum fylgja alltaf miklar breytingar. Maður eignasti vini þvert á flokka og sveitarfélög og á fjögurra ára fresti er öllu hvolft við. Vinir og kunningjar hætta eða missa embættin og nýtt fólk tekur við. Ég þekki sveitarstjórnarmenn út um allt land. Þess vegna er kosningakvöldið alltaf svolítið sérstakt þar sem ég hef brennandi áhuga á niðurstöðunum í hinum ýmsu sveitarfélögum vítt og breitt um landið og fylgist grannt með örlögum vina og kunningja þar, ekki síður en okkar eigin hér í Hveragerði.
Annars var bæjarstjórnarfundurinn gríðarlega efnismikill og fjölmörg mál á dagskrá. Góður ársreikningur samþykkt með þónokkrum hagnaði. Það eru jákvæðar fréttir fyrir bæjarbúa. Skipulag Kambalands er komið á skrið. Við bókuðum mótmæli við áformum um breytingu á lögum um viðalagatryggingu og mótmæltum harðlega lengri lokun Reykjadals.
Samþykktum líka undirbúning að gjaldlitlum íþróttaskóla yngstu grunnskólabarna svo fátt eitt sé talið. Allt gert í einingu og sátt allra bæjarfulltrúa. Það er varla hægt að dásama það nógu oft hversu gott það er fyrir bæjarbúar þegar eining og sátt ríkir í bæjarstjórn því ég er sannfærð um að slíkt smitar út í samfélagið allt.
Í kvöld hittist framboðslistinn - þetta er svo góður hópur að ég þreytist ekki á að minnast á það. Öflugt duglegt og skynsamt fólk sem veit hvað þarf til að gera góðan bæ enn betri, og vonandi hvað þarf til að vinna kosningarnar ! Því það ætlum við svo sannarlega að gera :-)
Í dag var síðasti fundur bæjarstjórnar þetta kjörtímabilið. Þar kvöddum við hana Viktoríu en það er nokkuð ljóst að hún verður ekki í bæjarstjórn næsta kjörtímabilið þar sem hún situr í sæti neðarlega á framboðslista. Hún hefur verið góður félagi í bæjarstjórn. Afskaplega vönduð og greind kona sem gott hefur verið að vinna með. Hún fer nú ekki langt svo sem og mun áfram sinna sínu starfi með framúrskarandi hætti í grunnskólanum eins og hún hefur gert undanfarin ár. Þau eru heppin börnin sem fá hana sem kennara. Aðrir sem voru á fundinum í dag eru í framboði svo þeir verða ekki kvaddir í bili.
Kosningum fylgja alltaf miklar breytingar. Maður eignasti vini þvert á flokka og sveitarfélög og á fjögurra ára fresti er öllu hvolft við. Vinir og kunningjar hætta eða missa embættin og nýtt fólk tekur við. Ég þekki sveitarstjórnarmenn út um allt land. Þess vegna er kosningakvöldið alltaf svolítið sérstakt þar sem ég hef brennandi áhuga á niðurstöðunum í hinum ýmsu sveitarfélögum vítt og breitt um landið og fylgist grannt með örlögum vina og kunningja þar, ekki síður en okkar eigin hér í Hveragerði.
Annars var bæjarstjórnarfundurinn gríðarlega efnismikill og fjölmörg mál á dagskrá. Góður ársreikningur samþykkt með þónokkrum hagnaði. Það eru jákvæðar fréttir fyrir bæjarbúa. Skipulag Kambalands er komið á skrið. Við bókuðum mótmæli við áformum um breytingu á lögum um viðalagatryggingu og mótmæltum harðlega lengri lokun Reykjadals.
Samþykktum líka undirbúning að gjaldlitlum íþróttaskóla yngstu grunnskólabarna svo fátt eitt sé talið. Allt gert í einingu og sátt allra bæjarfulltrúa. Það er varla hægt að dásama það nógu oft hversu gott það er fyrir bæjarbúar þegar eining og sátt ríkir í bæjarstjórn því ég er sannfærð um að slíkt smitar út í samfélagið allt.
Í kvöld hittist framboðslistinn - þetta er svo góður hópur að ég þreytist ekki á að minnast á það. Öflugt duglegt og skynsamt fólk sem veit hvað þarf til að gera góðan bæ enn betri, og vonandi hvað þarf til að vinna kosningarnar ! Því það ætlum við svo sannarlega að gera :-)
Comments:
Skrifa ummæli