17. maí 2018
Það er greinilega farið að styttast í kosningar enda nóg um að vera. Við á D-listanum erum búin að vera að heimsækja fyrirtæki í vikunni og alls staðar er okkur afskaplega vel tekið. Margir tala um að þessi þrjú framboð séu með svipuð stefnumál en það finnst mér í raun afskaplega skrýtið sérstaklega þegar litið er til þess að stefnuskrá okkar er ansi umfangsmikil og ýtarleg á meðan að andstæðingar okkar eru með örfá mál sem lögð er öll áhersla á. Þau mál eru meira að segja mörg hver þegar í farvegi í meðförum núverandi bæjarstjórnar. Eins og íþróttaskóli yngstu barnanna sem þegar er hafinn undirbúningur að og bygging íbúða fyrir unga fólkið en þessa dagana eru einmitt að hefjast framkvæmdir við byggingu 80 lítilla íbúða á Eden reitnum. Þetta verða afskaplega skemmtilegar íbúðir af ýmsum stærðum, þær minnstu um 50 m2 en lögð er áhersla á mörg herbergi og góða nýtingu allra fermetranna. Skipulagið er afar skemmtilegt en gerð er ráð fyrir opnu svæði í miðjunni, torgi, þar sem íbúar geta til dæmis leigt gróðurhús ef þeir vilja það.
Það er verktakafyrirtækið JÁ verk sem mun byggja íbúðirnar en þeir stóðu sig afar vel við byggingu leikskólans sem byggður var á rétt um ári.
Síðan er kannski rétt að minnast á leiguíbúðirnar sem allir ræða um. En þar höfum við þegar hafið undirbúning að gerð húsnæðisáætlunar sem er forsenda þess að hægt sé að sækja um stofnframlög úr Íbúðalánasjóði. Þá kæmi einnig stofnframlag frá bæjarfélaginu en með þessu móti er hægt að byggja hagstæðar leiguíbúðir sem þá yrðu reknar án hagnaðarsjónarmiða. Við sjáum þessar íbúðir fyrir okkur í Kambalandinu þar sem nú er unnið að skipulagi mikillar íbúðabyggðar.
Nú er verið að vinna útboðsgögn vegna niðurrifs Friðarstaða. Þar stendur ekki steinn yfir steini lengur enda munu öll ummerki um byggð þarna verða horfin innan mánaðar. Húsakynnin hafa þó nýst afar vel að undanförnu en Brunavarnir Árnessýslu, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, sérsveit ríkislögreglustjóra og fleiri viðbragðsaðilar hafa fengið að nýta öll húsin til æfinga eins og kannski fór ekki fram hjá neinum þegar lokaverkefni brunavarðaskólans um síðustu helgi fólst í því að slökkva í Lágafelli sem brann til grunna reyndar.
Það er verktakafyrirtækið JÁ verk sem mun byggja íbúðirnar en þeir stóðu sig afar vel við byggingu leikskólans sem byggður var á rétt um ári.
Síðan er kannski rétt að minnast á leiguíbúðirnar sem allir ræða um. En þar höfum við þegar hafið undirbúning að gerð húsnæðisáætlunar sem er forsenda þess að hægt sé að sækja um stofnframlög úr Íbúðalánasjóði. Þá kæmi einnig stofnframlag frá bæjarfélaginu en með þessu móti er hægt að byggja hagstæðar leiguíbúðir sem þá yrðu reknar án hagnaðarsjónarmiða. Við sjáum þessar íbúðir fyrir okkur í Kambalandinu þar sem nú er unnið að skipulagi mikillar íbúðabyggðar.
Nú er verið að vinna útboðsgögn vegna niðurrifs Friðarstaða. Þar stendur ekki steinn yfir steini lengur enda munu öll ummerki um byggð þarna verða horfin innan mánaðar. Húsakynnin hafa þó nýst afar vel að undanförnu en Brunavarnir Árnessýslu, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, sérsveit ríkislögreglustjóra og fleiri viðbragðsaðilar hafa fengið að nýta öll húsin til æfinga eins og kannski fór ekki fram hjá neinum þegar lokaverkefni brunavarðaskólans um síðustu helgi fólst í því að slökkva í Lágafelli sem brann til grunna reyndar.
Comments:
Skrifa ummæli