15. ágúst 2017
Fundur í dag í Ferðamálaráði þar sem ég er fulltrúi sveitarfélaga ásamt Hjálmari Sveinssyni. Ég og hann ásamt Evu Björk úr Skaftárhreppi vorum í starfshópi sem fjallaði um gistingu í deilihagkerfinu og áhrif hennar á ferðaþjónustu og samfélagið. Aðrir i ráðinu tóku að sér að skoða önnur atriði sem ráðherra vildi sérstaklega fá tillögur um til úrbóta. Þetta var fyrst og fremst vinnufundur þar sem ítarlega var farið yfir þær tillögur sem hóparnir og starfsmenn Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins lögðu fram. Ætlum að hittast aftur í næstu viku og klára tillögurnar sem fara síðan til ráðherra til nánari skoðunar.
Íbúðalánasjóður á nokkur hús hér í Hveragerði og fregnir hafa borist um að sjóðurinn ætli að selja húsin. Það væri vond staða enda er næstum vonlaust að fá hér leiguhúsnæði og fáar eignir til sölu og því myndi það skjóta skökku við ef að sjóðurinn verður til þess að stór hópur fólks verður húsnæðislaust. Er í viðræðum við Íbúðalánasjóð um þá stöðu sem þarna gæti komið upp en veit líka að önnur sveitarfélög eru einnig að ræða við sjóðinn um slíkt hið sama eins og yfirlýsingar ráðherra bera vitni um.
Íbúðalánasjóður á nokkur hús hér í Hveragerði og fregnir hafa borist um að sjóðurinn ætli að selja húsin. Það væri vond staða enda er næstum vonlaust að fá hér leiguhúsnæði og fáar eignir til sölu og því myndi það skjóta skökku við ef að sjóðurinn verður til þess að stór hópur fólks verður húsnæðislaust. Er í viðræðum við Íbúðalánasjóð um þá stöðu sem þarna gæti komið upp en veit líka að önnur sveitarfélög eru einnig að ræða við sjóðinn um slíkt hið sama eins og yfirlýsingar ráðherra bera vitni um.
Comments:
Skrifa ummæli