25. ágúst 2017
Dagurinn byrjaði á fundi með eigendum landsins sem er fyrir neðan þjóðveg. Þar hafa nýir aðilar eignast þetta land sem áður var kennt við Lífsval og ræddu þeir við okkur um hugmyndir sínar um nýtingu landsins til framtíðar. Það er ljóst að með tilfærslu Suðurlandsvegar skapast mikið byggingarland sem án vafa á eftir að gefa okkur alls konar tækifæri til lengri tíma litið.
Hingað kom einnig aðili sem kynnti hugmyndir sínar um uppbyggingu á þjónustu fyrir ferðamenn. Vandinn var að hann vill staðsetja sig á horni við hringtorgið og þá er spurning hvort ekki sé nú betra að bíða eftir nýja hringtorginu. En hugmyndirnar voru athyglisverðar.
Einar Bárðarson kom hingað á fund og kynnti fyrirkomulag hlaupsins Hengill Ultra sem hér verður haldið þann 2. september. Þar hafa nú þegar 15 aðilar skráð sig í 100 km hlaup sem er nú reyndar næstum því óskiljanlegt. En einnig er hægt að velja um styttri vegalengdir til dæmis 80 km og 50 km. Nei grínlaust þá er líka hægt að hlaupa "stutt" 25 km, 10 km og 5 km. Fullt af flottum gjöfum fyrir alla þátttakendur og brautarverðlaun glæsileg dregin út. Það verður gaman að fylgjast með þessu :-)
Átti einnig góðan fund með Víið Reynissyni, almannavarnafulltrúa okkar Sunnlendinga, en nú eru að fara í gang almannavarnavikur í hverju sveitarfélagi fyrir sig þar sem farið verður yfir áhættumat, viðbragðsáætlanir og einnig haldinn íbúafundur til að skerpa á kunnáttu íbúa á þessu sviði. Okkar vika verður 11.-14. september og íbúafundurinn líklega þriðjudaginn 12. september kl. 20.
Fór einnig í skoðunarferð um byggingaslóðir með Jóni Friðriki en við heimsóttum bæði tilvonandi bæjarskrifstofu og húsnæði Skóla- og velferðarþjónustunnar í Fljótsmörk. Fórum einnig yfir Skátaheimilið með tilliti til þess að fristundaskólinn mun hefja þar starfsemi á mánudaginn. Við búum við afar erfiða stöðu hvað varðar frístundaskólann þar til sú starfsemi getur flutt á Undraland en það verður ekki fyrr en um miðjan október.
Hingað kom einnig aðili sem kynnti hugmyndir sínar um uppbyggingu á þjónustu fyrir ferðamenn. Vandinn var að hann vill staðsetja sig á horni við hringtorgið og þá er spurning hvort ekki sé nú betra að bíða eftir nýja hringtorginu. En hugmyndirnar voru athyglisverðar.
Einar Bárðarson kom hingað á fund og kynnti fyrirkomulag hlaupsins Hengill Ultra sem hér verður haldið þann 2. september. Þar hafa nú þegar 15 aðilar skráð sig í 100 km hlaup sem er nú reyndar næstum því óskiljanlegt. En einnig er hægt að velja um styttri vegalengdir til dæmis 80 km og 50 km. Nei grínlaust þá er líka hægt að hlaupa "stutt" 25 km, 10 km og 5 km. Fullt af flottum gjöfum fyrir alla þátttakendur og brautarverðlaun glæsileg dregin út. Það verður gaman að fylgjast með þessu :-)
Átti einnig góðan fund með Víið Reynissyni, almannavarnafulltrúa okkar Sunnlendinga, en nú eru að fara í gang almannavarnavikur í hverju sveitarfélagi fyrir sig þar sem farið verður yfir áhættumat, viðbragðsáætlanir og einnig haldinn íbúafundur til að skerpa á kunnáttu íbúa á þessu sviði. Okkar vika verður 11.-14. september og íbúafundurinn líklega þriðjudaginn 12. september kl. 20.
Fór einnig í skoðunarferð um byggingaslóðir með Jóni Friðriki en við heimsóttum bæði tilvonandi bæjarskrifstofu og húsnæði Skóla- og velferðarþjónustunnar í Fljótsmörk. Fórum einnig yfir Skátaheimilið með tilliti til þess að fristundaskólinn mun hefja þar starfsemi á mánudaginn. Við búum við afar erfiða stöðu hvað varðar frístundaskólann þar til sú starfsemi getur flutt á Undraland en það verður ekki fyrr en um miðjan október.
Comments:
Skrifa ummæli