16. ágúst 2017
Byrjaði daginn á fundi með aðila sem hyggur á byggingu nokkuð stórs atvinnu og íbúðarhúsnæðis hér í Hveragerði. Núna er mörg slík verkefni í farvatninu og um komin í gang. Ein stærsta framkvæmd sem ráðist hefur verið í hér í bæ í áratugi er hafin með byggingu viðbyggingar við Hótel Örk. Þar er jarðvegsvinna nú í gangi en sem betur fer er fleygun þar í grunninum lokið. Allt útlit er síðan fyrir að byggingar muni hefjast í vetur á Edenreitnum en þar eru áætlaðar um 80 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum. Afar skemmtilegur valkostur sem henta mun fjölmörgum íbúðakaupendum vel. Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur lagt það til við bæjarstjórn að göturnar á reitnum verði látnar heita Aldinmörk og Edenmörk til heiðurs aldingarðinum Eden sem þarna stóð á árum áður.
Langur fundur í stjórn Bergrisans um málefni fatlaðs fólks á Selfossi í dag. Þar er málum nú svo komið að það er óendanlega fjarri lagi að þeir fjármunir dugi sem veittir voru frá ríki til sveitarfélaga til reksturs þeirra stofnana sem hér eru. Hér á Suðurlandi eru margir sjálfstæðir rekstraraðilar og það skekkir okkar mynd í samanburði við önnur svæði. Við í stjórninni eigum fund á morgun með Þorsteini Víglundssyni ráðherra um þá grafalvarlegu stöðu sem hér stefnir í.
Hitti Sólveigu og Omran sem starfa að móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Það verkefni gengur afar vel og okkar fólk er ánægt hér í Hveragerði. Það er ánægjulegt að svo sé.
Nóg að gera við undirbúning Blómstrandi daga þó að hann mæði nú óneitanlega mest á Jóhönnu M. Hjartardóttur en hún stendur sig frábærlega í skipulagi þessarar skemmtilegu bæjarhátíðar okkar Hvergerðinga.
Myndin er tekin á Blómstrandi dögum og sýnir vel fjölmennið sem hingað mætir af því tilefni.
Langur fundur í stjórn Bergrisans um málefni fatlaðs fólks á Selfossi í dag. Þar er málum nú svo komið að það er óendanlega fjarri lagi að þeir fjármunir dugi sem veittir voru frá ríki til sveitarfélaga til reksturs þeirra stofnana sem hér eru. Hér á Suðurlandi eru margir sjálfstæðir rekstraraðilar og það skekkir okkar mynd í samanburði við önnur svæði. Við í stjórninni eigum fund á morgun með Þorsteini Víglundssyni ráðherra um þá grafalvarlegu stöðu sem hér stefnir í.
Hitti Sólveigu og Omran sem starfa að móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Það verkefni gengur afar vel og okkar fólk er ánægt hér í Hveragerði. Það er ánægjulegt að svo sé.
Nóg að gera við undirbúning Blómstrandi daga þó að hann mæði nú óneitanlega mest á Jóhönnu M. Hjartardóttur en hún stendur sig frábærlega í skipulagi þessarar skemmtilegu bæjarhátíðar okkar Hvergerðinga.
Myndin er tekin á Blómstrandi dögum og sýnir vel fjölmennið sem hingað mætir af því tilefni.
Comments:
Skrifa ummæli