17. ágúst 2017
Bæjarráð í morgun. Frekar þunnt fundarboð en samt var þó þar ákveðið að hefja framkvæmdir við endurbætur fráveitu í og við Breiðumörk og Bröttuhlíð. Sú framkvæmd mun hefjast strax eftir helgi en það er Arnon ehf sem átti lægsta boð í það verk.
Skoðaði framkvæmdir á nýju bæjarskrifstofunni eftir fundinn með Unni formanni bæjarráðs. Þar er allt á fullu enda eins gott því við stefnum á að flytja innan mánaðar í nýja húsið.
Fundur stjórnar Bergrisans, málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi, með félagsmálaráðherra hófst kl. 11. Afar góður og gagnlegur fundur, við vorum ólíkt léttari í spori þegar við gengum af fundi en þegar við fórum á hann.
Hér fyrir austan hófst svo fundur með hópi íbúa vegna deiliskipulags Edenreitsins. Það var létt yfir hópnum og gaman að hitta þetta skemmtilega fólk. Vona að við munum ná góðri niðurstöðu í þeirra mál.
Stikaði síðan Friðarstaði og árbakkann frá Frost og funa til að fá tilfinningu fyrir svæðinu. Þetta er miklu grýttara en ég átti von á og reyndar bara alls ekki gott yfirferðar. En mikið rosalega er þetta fallegt svæði. Það verður gaman að deiliskipuleggja eitthvað skemmtilegt þarna. Myndina tók ég við Bauluna - ekki skrýtið þó að allir vilji eyða góðum dögum þarna.
Blómstrandi dagar eru núna formlega byrjaðir og hellingur framundan af skemmtilegum viðburðum. Það er virkilega gaman að því hversu íbúar eru duglegir og margir sem taka þátt og gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt í og við sína garða.
Ágústa Eva og gömlu lögin hennar ömmu á Skyrgerðinni í kvöld - það verður eitthvað :-)
Skoðaði framkvæmdir á nýju bæjarskrifstofunni eftir fundinn með Unni formanni bæjarráðs. Þar er allt á fullu enda eins gott því við stefnum á að flytja innan mánaðar í nýja húsið.
Fundur stjórnar Bergrisans, málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi, með félagsmálaráðherra hófst kl. 11. Afar góður og gagnlegur fundur, við vorum ólíkt léttari í spori þegar við gengum af fundi en þegar við fórum á hann.
Hér fyrir austan hófst svo fundur með hópi íbúa vegna deiliskipulags Edenreitsins. Það var létt yfir hópnum og gaman að hitta þetta skemmtilega fólk. Vona að við munum ná góðri niðurstöðu í þeirra mál.
Stikaði síðan Friðarstaði og árbakkann frá Frost og funa til að fá tilfinningu fyrir svæðinu. Þetta er miklu grýttara en ég átti von á og reyndar bara alls ekki gott yfirferðar. En mikið rosalega er þetta fallegt svæði. Það verður gaman að deiliskipuleggja eitthvað skemmtilegt þarna. Myndina tók ég við Bauluna - ekki skrýtið þó að allir vilji eyða góðum dögum þarna.
Blómstrandi dagar eru núna formlega byrjaðir og hellingur framundan af skemmtilegum viðburðum. Það er virkilega gaman að því hversu íbúar eru duglegir og margir sem taka þátt og gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt í og við sína garða.
Ágústa Eva og gömlu lögin hennar ömmu á Skyrgerðinni í kvöld - það verður eitthvað :-)
Comments:
Skrifa ummæli