31. janúar 2017
Er ekki viss um hvort ég var búin að segja ykkur hvað það er mikið um að vera og mörg skemmtileg verkefni í gangi ? Á hverjum degi fæ ég skemmtilegt og gott fólk í heimsókn sem vill hitta bæjarstjórann og deila reynslu, leita ráða og liðsinnis, kvarta og/eða biðja um úrbætur eða bara að gleðja mig með nærveru sinni. Dagurinn í dag var engin undantekning frá því. Hér á þessari síðu segi ég auðvitað ekki frá öllu því sem á dagana drífur enda á margt ekkert erindi fyrir alþjóð en sumt er þess eðlis að það má alveg deila því með öðrum.
Fundur eftir hádegi á Selfossi sem stjórn verkefnis um stöðu og framtíð islenskra sveitarfélaga stóð fyrir. Þar voru m.a. kynntar athyglisverðar niðurstöður skoðanakönnunar sem verkefnisstjórnin hefur látið gera þar sem kannað var hvaða augum íbúar líta á sveitarfélagið sitt og stöðu sveitarfélaga almennt. Á myndinni má sjá Sjöfn Vilhelmsdóttur kynna niðurstöðurnar. Á fundinum skapaðist lífleg umræða um sveitarfélögin á Íslandi. Tilgang þeirra, íbúaþáttöku, stærð og fleira. Sífellt fleiri virðast átta sig á því að núverandi fyrirkomulag þar sem ekkert lágmark er sett um stærð sveitarfélaga getur ekki gengið mikið lengur. Aðferðafræðin við breytingarnar er aftur á móti umdeilanlegri !
Í dag fékk ég til dæmis heimsókn frá félagsskapnum "Leiðin út á þjóðveg". Það voru þau Steinunn Þorfinnsdóttir og Páll Engilbjartsson sem hingað komu og sögðu mér frá starfinu undanfarið. Það er greinilegt að félagsmenn eru öflugir og afskaplega duglegir og fjölmargt skemmtilegt er framundan. Ungliðastarf innan hópsins er að hefjast og þónokkuð margir sem vilja taka þátt í því. Samkvæmt lýsingum verður það mjög skemmtilegt. "Leiðin út á þjóðveg" er félagsskapur sem er ætlað að bæta geðheilbrigði íbúa í Hveragerði með fræðslu um geðsjúkdóma og opinni umræðu um geðræn vandamál. Félagið heldur fundi einu sinni í viku sem eru öllum opnir.
Fundur eftir hádegi á Selfossi sem stjórn verkefnis um stöðu og framtíð islenskra sveitarfélaga stóð fyrir. Þar voru m.a. kynntar athyglisverðar niðurstöður skoðanakönnunar sem verkefnisstjórnin hefur látið gera þar sem kannað var hvaða augum íbúar líta á sveitarfélagið sitt og stöðu sveitarfélaga almennt. Á myndinni má sjá Sjöfn Vilhelmsdóttur kynna niðurstöðurnar. Á fundinum skapaðist lífleg umræða um sveitarfélögin á Íslandi. Tilgang þeirra, íbúaþáttöku, stærð og fleira. Sífellt fleiri virðast átta sig á því að núverandi fyrirkomulag þar sem ekkert lágmark er sett um stærð sveitarfélaga getur ekki gengið mikið lengur. Aðferðafræðin við breytingarnar er aftur á móti umdeilanlegri !
Í kvöld fengum við afskaplega góða heimsókn austan úr Öræfasveit þegar Anna María í Freysnesi kom í kvöldkaffi. Hér var spjallað um heima og geima fram að miðnætti - afskaplega notalegt og gott kvöld. Anna María og Jón maður hennar reka hótelið í Freysnesi af miklum myndarskap og er alltaf gaman að koma til þeirra. Staðurinn líka algjörlega einstakur !
Comments:
Skrifa ummæli