5. janúar 2017
Nú er verið að færa Mjólkurbúið til upprunalegs horfs en verið er að skipta út gluggum efri hæðar þannig að þeir verði eins og teikningar gerðu ráð fyrir í upphafi. Einnig hefur öll einangrun verið rifin innan úr húsinu og það einangrað og klætt að innan upp á nýtt.
Á háaloftinu fannst þetta gamla snifsi úr dagblaði frá 26. nóvember 1929 en þar er einmitt verið að fjalla um flóttamenn. Þetta finnst mér afar táknrænt þar sem flóttamenn frá Sýrlandi munu einmitt koma til með að búa í húsinu en von er á þeim þann 23. janúar til landsins.
Ekki síður fannst mér gaman að þetta blað skyldi finnast því Kristinn Vigfússon afi minn byggði þetta hús og því hefur hann væntanlega lesið þetta blað á sínum tíma.
Á háaloftinu fannst þetta gamla snifsi úr dagblaði frá 26. nóvember 1929 en þar er einmitt verið að fjalla um flóttamenn. Þetta finnst mér afar táknrænt þar sem flóttamenn frá Sýrlandi munu einmitt koma til með að búa í húsinu en von er á þeim þann 23. janúar til landsins.
Ekki síður fannst mér gaman að þetta blað skyldi finnast því Kristinn Vigfússon afi minn byggði þetta hús og því hefur hann væntanlega lesið þetta blað á sínum tíma.
Comments:
Skrifa ummæli