24. janúar 2017
Kom til vinnu síðastliðinn mánudag eftir afskaplega góða daga og hlýja í Flórída. Þarf ekki að fjalla um það frekar hér enda minningablogg komið hér á ferðasíðuna til hliðar.
En undanfarnir dagar hafa að mestu farið í fundahöld ýmiskonar og fjölda annarra verkefna. Eitt af þeim skemmtilegri var á mánudag þegar við fórum og tókum á móti flóttamönnum frá Sýrlandi á Leifsstöð. Það var eftirminnileg stund þegar í salinn gengu 10 örþreytt börn og foreldrar þeirra sem með stórum augum horfðu á þennan hóp sem beið eftir þeim og vonandi bauð betra líf fyrir þau öll. Eftirvænting, spenna og gleði einkenndi hópinn og óendanlega mikið þakklæti. Þrátt fyrir litla enskukunnáttu var greinilegt að þau kunnu vel að meta hug Íslendinga og margoft þökkuðu þau fyrir sig.
Það var síðan alveg einstakt að sjá sjálfboðaliða Rauða krossins bíða með fána fyrir utan íbúðina hér í Hveragerði hafandi eldað kvöldmat og gert íbúðina dásamlega fallega.
Aftur á móti mun ég aldrei gleyma svip yngstu stúlkunnar, 4 ára, þar sem hún sat á hjónarúminu með nýja fallega, stóra dúkku sem beið hennar hér og með stórum hikandi augum horfði hún þögul í kringum sig og faðmaði dúkkuna sína nýju. Ég var svo stolt og ánægð fyrir hönd okkar allra hér í bæ að geta gefið þessum börnum og foreldrum þeirra von um nýtt og betra líf. Þetta verður ekki einfalt og þetta mun án vafa á stundum verða erfitt en þegar upp verður staðið vona ég svo sannarlega að fjölskyldan muni finna sig hér hjá okkur.
En undanfarnir dagar hafa að mestu farið í fundahöld ýmiskonar og fjölda annarra verkefna. Eitt af þeim skemmtilegri var á mánudag þegar við fórum og tókum á móti flóttamönnum frá Sýrlandi á Leifsstöð. Það var eftirminnileg stund þegar í salinn gengu 10 örþreytt börn og foreldrar þeirra sem með stórum augum horfðu á þennan hóp sem beið eftir þeim og vonandi bauð betra líf fyrir þau öll. Eftirvænting, spenna og gleði einkenndi hópinn og óendanlega mikið þakklæti. Þrátt fyrir litla enskukunnáttu var greinilegt að þau kunnu vel að meta hug Íslendinga og margoft þökkuðu þau fyrir sig.
Það var síðan alveg einstakt að sjá sjálfboðaliða Rauða krossins bíða með fána fyrir utan íbúðina hér í Hveragerði hafandi eldað kvöldmat og gert íbúðina dásamlega fallega.
Aftur á móti mun ég aldrei gleyma svip yngstu stúlkunnar, 4 ára, þar sem hún sat á hjónarúminu með nýja fallega, stóra dúkku sem beið hennar hér og með stórum hikandi augum horfði hún þögul í kringum sig og faðmaði dúkkuna sína nýju. Ég var svo stolt og ánægð fyrir hönd okkar allra hér í bæ að geta gefið þessum börnum og foreldrum þeirra von um nýtt og betra líf. Þetta verður ekki einfalt og þetta mun án vafa á stundum verða erfitt en þegar upp verður staðið vona ég svo sannarlega að fjölskyldan muni finna sig hér hjá okkur.
Comments:
Skrifa ummæli