4. janúar 2017
Hóf daginn með fundi á leikskólanum Undralandi þar sem við Birkir Sveinsson, formaður fræðslunefndar, hittum foreldra elsta hópsins á leikskólanum. Á fundinum gerðum við grein fyrir hugmyndum sem uppi eru um að bæta einni deild við leikskólann og flytja þangað elsta hópinn með það fyrir augum að létta á biðlistanum og ekki síður koma inn á leikskólann börnum í forgangshópum. Hugmyndin er að leigja húsnæðið sem nú hýsir apótekið og opna þar eina deild sem tilheyri leikskólanum. Enn þarf að hnýta nokkra lausa enda áður en hægt er að leggja formlega tillögu um þetta mál fyrir bæjarstjórn en fundurinn í morgun var liður í því að meta hvort að þessi hugmynd gæti gengið upp. Af viðbrögðum foreldra má ráða að þetta geti gengið og vorum við afar þakklát fyrir þann skilning á stöðunni sem hópurinn sýndi.
Átti einnig góðan fund með fulltrúum Lyfja og heilsu um einmitt leiguna á húsnæði apóteksins. Þetta var reyndar hinn allra besti fundur þar sem eignastýringamaðurinn á fjögur börn og hafði ríkan skilning á stöðunni sem bæjarfélagið er í og gat sagt frá líflegu heimilishaldi sínu með afar skondnum hætti. Alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk :-)
Eftir hádegi fylgdum við henni Maríu Haraldsdóttur síðasta spölinn í fallegri athöfn í troðfullri Hafnarfjarðarkirkju. María er einkasystir tendapabba og hafa þau ávallt verið afar samrýmd. Það er mikil gæfa að fá að yfirgefa þetta jarðlíf södd lífdaga í faðmi stórrar og samheldnar fjölskyldu eftir afar stutta sjúkdómslegu. Fyrir þá sem eftir lifa er söknuðurinn sár þó að minningarnar séu margar og góðar um skörulega, líflega og skemmtilega konu.
Eftir hádegi fylgdum við henni Maríu Haraldsdóttur síðasta spölinn í fallegri athöfn í troðfullri Hafnarfjarðarkirkju. María er einkasystir tendapabba og hafa þau ávallt verið afar samrýmd. Það er mikil gæfa að fá að yfirgefa þetta jarðlíf södd lífdaga í faðmi stórrar og samheldnar fjölskyldu eftir afar stutta sjúkdómslegu. Fyrir þá sem eftir lifa er söknuðurinn sár þó að minningarnar séu margar og góðar um skörulega, líflega og skemmtilega konu.
Comments:
Skrifa ummæli