28. janúar 2017
Heimsókn á leikskólann Óskaland í morgun. Mikið líf og fjör enda var "flæðidagur" á leikskólanu. Þá daga þá mega börnin fara út um allan skólann og heimsækja hvaða deild sem er og mismunandi leikstöðvar og verkefni eru í boði. Þetta var afskaplega líflegt og skemmtilegt og eins og alltaf var ég heilluð af því hvað börnin voru þæg og kurteis og starfsfólkið einstaklega notalegt í viðmóti.
Átti einnig góðan fund með leikskólastjórum um ýmis mál.
Eftir hádegi var fundur í stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjöldi mála á dagskrá enda stóð fundurinn í fullar þrjár klukkustundir.
Beint austur til að passa tvo unga menn í Borgarheiðinni síðdegis. Þeir eru sannkallaðir gullklumpar báðir tveir.
Naktir í náttúrunni var frumsýnt í kvöld fyrir troðfullum sal. Skemmtileg sýning og óhætt að hvetja alla til að missa ekki af þessu :-)
Átti einnig góðan fund með leikskólastjórum um ýmis mál.
Eftir hádegi var fundur í stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjöldi mála á dagskrá enda stóð fundurinn í fullar þrjár klukkustundir.
Beint austur til að passa tvo unga menn í Borgarheiðinni síðdegis. Þeir eru sannkallaðir gullklumpar báðir tveir.
Naktir í náttúrunni var frumsýnt í kvöld fyrir troðfullum sal. Skemmtileg sýning og óhætt að hvetja alla til að missa ekki af þessu :-)
Comments:
Skrifa ummæli