25. janúar 2017
Guðrún systir fékk í dag viðurkenningu FKA árið 2017. Hún er mikil kjarnorkukona sem komið hefur með ferskan blæ inn í heim iðnrekenda og atvinnulífs á Íslandi. Ótrúlega dugleg og afkastamikil og sinnir sínum störfum afskaplega vel. Hún flutti mjög góða þakkarræðu á verðlaunahátíðinni enda vorum við fjölskyldan afar stolt af henni. Við enduðum síðan öll á Hótel Holt í skemmtilegum hátíðarkvöldverði með öðrum verðlaunahöfum dagsins. Alltaf gaman þegar við erum saman og ekki skemmdi tilefni fyrir - Innilega til hamingju elsku systir !
Comments:
Skrifa ummæli