<$BlogRSDUrl$>

26. janúar 2017

Ég er enn að reyna að vinna niður tölvupóstana sem söfnuðust upp á meðan ég var úti.  Stundum finnst manni varla taka því að fara í frí því það er svo mikil vinna að koma til baka :-)

En í dag átti ég langan fund með leikskólastjórum Undralands en nú undirbúum við opnun nýrrar leikskóladeildar sem starfrækt verður til 19. júní.  Ástæða þess er sú að nú er óvanalega stór hópur í elsta árgangi leikskólans og því komust færri börn inn í haust en oft áður.  Einnig eru á biðlistanum mörg forgangsbörn sem við verðum að bjóða pláss með öllum tiltækum ráðum.  Því er nú unnið að því að stofna nýja deild til bráðabirgða í húsnæði Apótekarans sem vonandi flytur bráðlega niður í Sunnumörk.  Í dag fórum við ítarlega yfir allt það sem nú þarf að gerast til að hægt sé að opna deildina.  Starfsmannamál virðast vera í lagi og nokkrir nýir starfsmenn munu bætast í hópinn á næstu vikum en ef allt gegnur að óskum vonumst við til að hægt verði að opna deildina um miðjan febrúar.  Leikskólastjórar munu fljótlega hafa samband við foreldra þeirra barna sem þá verður boðið pláss.  Það munu verða ánægjuleg símtöl þykist ég vita.  Aftur á móti er mikilvægt að hafa í huga að þessi lausn er til bráðabirgða og húsnæðið er ekki sérhannað til þessra nota.  En hér er um elstu börnin að ræða sem vonandi munu líta á þetta sem skemmtilega tilbreytingu eftir áralanga leikskólavist og ekki síst vonumst við til að nálægðin við félag eldri borgara muni einnig verða skemmtilegur vinkill í leikskólastarfinu.  En það er ýmislegt sem þarf að smella til að þetta geti allt gengið í samræmi við áætlun og vona ég að það gangi eftir.

Átti mjög góðan fund með Almari bakara í dag.  Rekstur bakarísins gengur vel og hefur hann hug á stækkun sem er háð því að ákveðið pússluspil bæjarins gangi eftir.  Það er enn eitt verkefnið sem bæjarstjórinn þarf að sinna af krafti núna.

Fékk símtal um afar skemmtilegt og jákvætt verkefni sem komið gæti bæjarfélaginu kyrfilega á kortið á næstu mánuðum.  Mikið lifandis ósköp væri nú gaman ef að það gæti gengið eftir.  Meira um það síðar. :-)

Eftir hádegi sótti ég fund sveitarstjórnarmanna þar sem fulltrúi samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga kynnti vinnu sem framundan er varðandi mat á störfum grunnskólans.   Mun sú vinna byggja á bókun 1 með nýgerðum kjarasamningi Grunnskólakennara og sveitarfélaganna.  Bæjarstjóri, formaður fræðslunefndar, þrír fulltrúar kennara og skólastjóri munu mynda starfshóp og vinna að mati á framkvæmd vinnumats og fleiru.  Ég hlakka til að hefja þá vinnu enda tel ég að skólastarf hér sé afar gott og það verður gaman að kortleggja hvað vel er gert og hvar við getum í sameiningu gert betur. 

Mamma á afmæli í dag svo ég kíkti þangað síðdegis og fljótlega fylltist húsið af fólki.  Laufey kom með strákana, Sigurbjörg með stelpurnar og Valdimar og Hafsteinn litu einnig inn.  Mikið fjör og mikið spjallað og að sjálfsögðu var ungviðið mest áberandi eins og vera ber.   En mamma er núna orðin 77 ára og rifjuðum við af því tilefni upp árin þegar Valdimar afi bjó hjá okkur en ætli hann hafi ekki búið með okkur í rúm 10 ár.  Akkúrat á þeim aldri sem mamma er núna. Hún rifjaði upp að þá hefði henni fundist hann pabbi sinn ansi mikið gamall, en núna finnst henni hún ekkert vera gömul.  Það er reyndar alveg hárrétt hjá henni enda er mamma ótrúlega hress, lífleg og dugleg kona á besta aldri ;-)

Í kvöld hittumst við síðan öll aftur hjá Guðrúnu þar sem við ætlum að gleðjast ásamt vinum hennar yfir viðurkenningu FKA.   Eins og ég hef stundum sagt þá getur það verið ígildi 50% stöðu að vera í stórri samheldinni fjölskyldu.  En mikið óskaplega er þetta dýrmætt og mikilvægt að gefa sér ávallt tíma þó ekki sé það alltaf mikið til að vera með og taka þátt ...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet