<$BlogRSDUrl$>

2. desember 2016

Var svo lánsöm að vera beðin að setja málþing sem haldið er á Skyrgerðinni í dag undir yfirskriftinni "Tökum höndum saman".  Það er nýstofnaður hópur "Leiðin út á þjóðveg" sem heldur þetta málþing.
En hópurinn hefur það að markmiði að bæta geðheilbrigði og búa til stuðningsnet fyrir þá sem á því þurfa að halda.

Hér má sjá setningarræðuna mína:

Fundarstjóri, kæru ráðstefnugestir !Það er mér sérstök ánægja að fá að setja ráðstefnuna „Tökum höndum saman“ sem haldin verður hér í Skyrgerðinni í dag.

Í október barst bæjarráði erindi frá nýstofnuðum hópi sem vinna ætlar að bættu geðheilbrigði og þá sérstaklega með áherslu á Hveragerði.  Bæjarráð tók vel í erindi hópsins og ákvað að styrkja þetta málþing með ákveðnu fjárframlagi.   Málþingið er núna orðið að veruleika og samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá er óhætt að segja að hér sé valinn maður í hverju rúmi.  Boðið verður uppá fjölda fyrirlestra þar sem efnistök eru með fjölbreyttum hætti.  Hér verður til dæmis fjallað um andlegt hjartahnoð!Bara titillinn á þessu erindi gerir að verkum að ég ætla að hlusta á það.  Ég veit ekkert um hvað hann Einar Björnsson ætlar að fjalla í erindinu sínu en einhvern veginn held ég að við þurfum öll svolítið andlegt hjartahnoð.    Mér finnst ég reyndar stundum fá andlegt hjartahnoð þegar ég hitti sumt fólk.  Sumir eru nefnilega svo gefandi og það streymir frá þeim svo mikil orka og hlýja að maður fer endurnýjaður og glaður frá þeim eftir hvert samtal.  Þannig fólk vill maður hafa í kringum sig og þannig fólk vill hvert bæjarfélag hafa innanborðs – og nógu marga slíka.    Ég hef í gegnum árin verið óþreytandi við það að dásama kosti Hveragerðisbæjar.  Stundum svo mjög að mörgum finnst nóg um og að þetta bæjarfélag sé nú kannski ekki alveg svona frábært !  

EN mér er eiginlega alveg sama.  Hveragerði og Hvergerðingar standa einfaldlega hjarta mínu afar nærri.  Ég veit aftur á móti alveg að við erum ekki fullkomin – ég veit alveg að hér hafa gerst hlutir sem ekki eru góðir, ég veit alveg að hér líður ekki öllum vel!EN málið er að þorpið þitt getur og vill svo gjarnan halda utan um þig – sérstaklega þegar bjátar á !  Nágrannar, vinir og jafnvel bláókunnugt fólk er til staðar þegar eitthvað það gerist í lífi manns sem gerir það erfitt.  EN málið er að við verðum að láta vita – við verðum  að láta einhvern vita þegar lífið er við það að verða óbærilegt!  Því einungis þannig getur samfélagið umvafið viðkomandi einstakling.  Eins og við öll viljum svo gjarnan gera þegar eitthvað er að !   Það er nefnilega svo mikilvægt að hafa í huga að ekkert okkar kemst í gegnum lífið án áfalla –  við þurfum líka að muna að það er bara svo miklu einfaldara að stíga þau skref sem þá þarf að stíga ef að til staðar eru einhverjir eða bara einhver sem vill styðja mann á þeirri vegferð !   Þess vegna er félag eins og „Leiðin út á þjóðveg“ svo mikilvægt.  Þar eru einstaklingar sem eru allir af vilja gerðir til að aðstoða og þekkja kannski meira að segja sumir skrefin af eigin raun.  Því er svo dýrmætt fyrir bæ eins og okkar að eiga fólk eins og ykkur. 

Ég held að ekki sé á neinn hallað þó að ég nefni hér frumkvæði Páls Engilbjartssonar sem af ótrúlegri þrautseigju og dugnaði hefur komið hópnum „Leiðin út á þjóðveg“ af stað.  Með honum eru núna miklir dugnaðarforkar sem áfram munu vinna að þessu góða málefni.  Því vil ég hér að lokum flytja ykkur kveðjur og hvatningu bæjarstjórnar og segi ráðstefnuna „Tökum höndum saman“  setta.



Hér á myndinni má sjá hann Einar Björnsson flytja erindið um "Andlegt hjartahnoð" sem var afar áhugavert.  
--------------------------

Kíkti síðan við í Mjólkurbúinu þar sem núna er allt á fullu í endurbótum á efri hæðinni.  Þar stendur til að skipta út gluggum og síðan þurfti að rífa alla einangrun innan úr húsinu og einangra upp á nýtt. 


Þessi íbúð er einstaklega björt og skemmtileg og ég veit að það mun fara vel um flóttamennina frá Sýrlandi sem þar munu hreiðra um sig í janúar.  


Sú saga sem gengur hér um bæinn að hópurinn sem átti að koma hingað hafi frekar viljað fara til Akureyrar er einfaldlega röng, bara svo það sé sagt ! 


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet