23. júlí 2016
Átti fund í dag með Pjetri Hafsteini Lárussyni þar sem við gengum frá texta sem hann hefur unnið um Egilsstaði eða Gamla barnaskólann. Textinn ásamt myndum er nú farinn í hönnun en gert er ráð fyrir að afhjúpa söguskilti um húsið á Blómstrandi dögum. Gekk einnig frá svarbréf um eftir bæjarráðsfundinn í gær og svaraði tölvupóstum. Dagurinn var rólegur og því gat ég tekið til á skrifborðinu og skipulagt verkefni framundan. Næsta vika verður ennþá rólegri en smám saman hefur hin opinbera stjórnsýsla lamast eins og gerist á hverju ári á þessum tíma. Algengustu skilaboðin sem ég fæ í tölvupóstinum núna eru out of office skilaboð ...
Fékk í póstinum í dag reiðhjólahjálm sem ég pantaði erlendis frá svona í stíl við hjólið mitt nýja sem ég fékk í afmælisgjöf frá Lárusi og krökkunum þegar ég varð fimmtug. Þessi hjálmur er auðvitað ekkert minna en æðislegur. Alsæl með hann, skiljanlega ...
Comments:
Skrifa ummæli