5. júní 2016
Lok síðustu viku einkenndust af miklum fundahöldum sem eru nú reyndar alvanaleg og svo sem ekki í frásögur færandi.
En að hafa bæði bæjarráðs- og bæjarstjórnarfund fyrir kl. 10 á fimmtudaginn var nú samt vel gert !
Fundur bæjarstjórnar var aukafundur haldinn til að ráða nýjan skólastjóra, Sævar Þór Helgason, en bæjarstjórn samþykkti ráðningu hans samhljóða. Ég er þess fullviss að Sævar muni verða farsæll skólastjóri hér í Hveragerði. Hann er vel menntaður og reynslumikill úr skólastarfinu, en hann hefur starfað hér í skólanum um árabil. Sævar hefur líka svo einlægan áhuga á nærsamfélaginu og Hveragerði að þetta getur ekki annað en gengið vel.
Síðdegis var aukafundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem samþykktur var nýr kjarasamningur við grunnskólakennara.
------------------
Á föstudaginn hitti ég bæði Fanneyju, fráfarandi skólastjóra og Sævar Þór þann nýja á góðum fundi.
Átti síðan gagnlegan fund með Maríu, forstöðumanni skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings þar sem við fóum yfir ýmis mál, m.a. komu flóttamanna.
Hitti Hjalta Helgason, formann íþróttafélagsins Hamars, en félagið er með góðar hugmyndir varðandi andlitslyftingu á íþróttahúsinu við Skólamörk.
Deginum og þar með vinnuvikunni lauk svo með fundi í starfshópi um endurskoðun aðalskipulags.
-------------------
Helginni var síðan allri eytt í garðvinnu - og mikið rosalega er þetta skemmtilegt :-)
En að hafa bæði bæjarráðs- og bæjarstjórnarfund fyrir kl. 10 á fimmtudaginn var nú samt vel gert !
Fundur bæjarstjórnar var aukafundur haldinn til að ráða nýjan skólastjóra, Sævar Þór Helgason, en bæjarstjórn samþykkti ráðningu hans samhljóða. Ég er þess fullviss að Sævar muni verða farsæll skólastjóri hér í Hveragerði. Hann er vel menntaður og reynslumikill úr skólastarfinu, en hann hefur starfað hér í skólanum um árabil. Sævar hefur líka svo einlægan áhuga á nærsamfélaginu og Hveragerði að þetta getur ekki annað en gengið vel.
Síðdegis var aukafundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem samþykktur var nýr kjarasamningur við grunnskólakennara.
------------------
Á föstudaginn hitti ég bæði Fanneyju, fráfarandi skólastjóra og Sævar Þór þann nýja á góðum fundi.
Átti síðan gagnlegan fund með Maríu, forstöðumanni skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings þar sem við fóum yfir ýmis mál, m.a. komu flóttamanna.
Hitti Hjalta Helgason, formann íþróttafélagsins Hamars, en félagið er með góðar hugmyndir varðandi andlitslyftingu á íþróttahúsinu við Skólamörk.
Deginum og þar með vinnuvikunni lauk svo með fundi í starfshópi um endurskoðun aðalskipulags.
-------------------
Helginni var síðan allri eytt í garðvinnu - og mikið rosalega er þetta skemmtilegt :-)
Comments:
Skrifa ummæli