1. apríl 2016
Gaman að geta sagt frá því að íbúar Hveragerðisbæjar eru nú 2.466 og hafa aldrei verið fleiri.
Ég hef fulla trú á að á árinu 2016 munu íbúar fara yfir 2.500. Það er gaman að því hversu margir sjá Hveragerði sem vænlegan búsetukost og því mikilvægt að við stöndum okkur vel í að veita íbúum góða þjónustu, Það má einnig geta þess að þann 1. apríl 2015 voru íbúar 2.385 svo okkur hefur fjölgað um 81 einstakling á árinu.
Átti fína fundi um Garðyrkju- og blómasýninguna "Blóm í bæ". Stefnt er að því að hún verði haldin síðustu helgina í júní en þá höfum við lagt inn pöntun fyrir sérlega gott veður !
Skipulagsmál eru í brennidepli núna, en starfshópur um endurskoðun aðalskipulagsins hittist í dag. Nú er í undirbúningi íbúafundur þar sem kynna á mismunandi valkosti nokkurra svæða og ræða aðalskipulagið í heild sinni. Það er mikilvægt að íbúar mæti og komi sínum skoðunum á framfæri.
Comments:
Skrifa ummæli