5. apríl 2016
Dagurinn í dag og í gærdagurinn voru afar sérstakir svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Landið meira og minna óvinnufært og sífellt berast nýjar og sérkennilegri fréttir. Hlutirnir breytast svo hratt að á örskotsstundu getur allt hafa snúist á hvolf. Ástandið er afar sérkennilegt og greinilegt að á slíkum stundum er Ólafur Ragnar í essinu sínu. Ætli það eina sem er öruggt núna sé ekki það að hann muni bjóða sig fram aftur - og þá verður hann alveg örugglega kosinn! Hann sýnir óneitanlega myndugleika og er afar landsföðurlegur þegar hann tekur um tauma eins og hann hefur nú gert. Og merkilegt nokk - það róar mannskapinn ! Spurning reyndar hvernig fer á morgun. Fyrir okkur Sunnlendinga er það athyglisvert að ef að Sigurður Ingi verður forsætisráðherra þá er það sennilega í fyrsta sinn í sögunni sem forsætisráðherra er búsettur í Árnessýslu ! Hvort það eitt og sér dugar til farsældar verði þetta niðurstaðan verður að koma í ljós !
Annars bar það helst til til tíðinda hér í Hveragerði í gær að Fanney, skólastjóri Grunnskólans,hefur sagt starfi sínu lausu. Sú uppsögn er í mesta bróðerni og mun hún starfa fram til 31. júlí í sumar og þar með undirbúa nýtt skólaár áður en hún heldur til annarra starfa. Bæjarstjórnar bíður aftur á móti það verkefni að ráða nýjan skólastjóra. Það vantar aldrei verkefnin - það er víst ábyggilegt !
Annars bar það helst til til tíðinda hér í Hveragerði í gær að Fanney, skólastjóri Grunnskólans,hefur sagt starfi sínu lausu. Sú uppsögn er í mesta bróðerni og mun hún starfa fram til 31. júlí í sumar og þar með undirbúa nýtt skólaár áður en hún heldur til annarra starfa. Bæjarstjórnar bíður aftur á móti það verkefni að ráða nýjan skólastjóra. Það vantar aldrei verkefnin - það er víst ábyggilegt !
Comments:
Skrifa ummæli