18. febrúar 2016
Nokkuð langur vinnufundur í morgun með Oddi Hermannssyni, skipulagsráðgjafa og Guðmundi skipulagsfulltrúa. Við erum að hefja vinnuna við endurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar og að mörgu að hygga á þeim vettvangi. Eftir hádegi hittum við arkitekta að endurbótum á Sundlauginni í Laugaskarði og settum þá vinnu í fastan farveg. Efri hæðin verður fullhönnuð og verður verkið væntanlega boðið út í sumar og framkvæmdir gætu þá hafist í október/nóvember. Í þessum fyrsta áfanga á að endurskipuleggja efri hæðina, breyta afgreiðslunni, opna út á svalir fyrir almenning, setja lyftu og fleira. En öll hæðin verður endurhönnuð.
Sólarkaffi í Hamarshöllinni er orðið árlegur viðburður. Eini staðurinn hér í bæ þar sem ástæða er til að fagna þegar sólargeislar baka húsþakið á ný. Góð stund í enn betri félagsskap :-)
Comments:
Skrifa ummæli