26. febrúar 2016
Kenningin virkaði sérlega illa. Er búin að liggja í flensu alla vikuna en ætla mér að verða orðin góð á mánudaginn. Er búin að lesa allan uppsafnaða blaðabunkann sem þýddi hellings magn af DV. Það gerði ekkert annað en að skilja eftir óbragð í munni. Ekki DV að kenna heldur miklu frekar þeim alltof mörgu fréttum sem þar birtast og gera grein fyrir græðgi og sérhagsmuna pólitík í íslenskum fjármálafyrirtækjum og öðrum stórfyrirtækjum. Ég get ekki að því gert að ég skil ekki hvað nokkur einstaklingur hefur að gera við þær upphæðir sem greiddar eru í bónusa og stjórnarlaun ef þvi er að skipta. Svolítið gaman að segja frá því að núna hafa bæjarfulltrúar hér í Hveragerði allir birt hagsmunaskráningu sína á vef Hveragerðisbæjar. Þar sést að ég sit í stjórnum tveggja fyrirtækja Kjörís og Steingerðis sem bæði eru í eigu fjölskyldu minnar. Þar hafa aldrei verið greidd laun fyrir stjórnarsetu og arðurinn sem endrum og sinnum er greiddur út myndi sjálfsagt tæplega gleðja millistjórnenda í
íslenskum banka !
Comments:
Skrifa ummæli