10. febrúar 2016
Hvolsvöllur enn og aftur :-)
Þrisvar í viku vakna ég kl. 5:45 en sá tími dugir mér til að ég sé komin í zumba kl. 6:00. Kallar á skipulag þannig að íþróttafötin, vatnsbrúsinn og skórnir er allt á sínum stað tilbúið frá kvöldinu áður.
Heimsótti grunnskólann, átti gott spjall við Fanneyju skólastjóra, og rápaði síðan aðeins um skólann, tók myndir og naut öskudagsins.
Uppúr 11 þurfti ég síðan að leggja af stað á Hvolsvöll, aftur og nýbúin, á fund um skipulagsbreytingar SASS, ljósleiðaravæðingu sveitanna og almenningssamgöngur. Gat þarna komið á framfæri athugasemdum við gjaldskrárhækkanir og ekki síst aksturslag bílstjóranna sem of oft virðast ekki aka í samræmi við aðstæður. Slíkt er óforsvaranlegt og forsvarsmönnum Strætó ber að sjá til þess að slíkt gerist ekki.
Öskudagurinn í dag og við redduðum okkur fyrir horn á bæjarskrifstofunni með höttum og höfuðfötum! Þessi flotta mynd sló í gegn á fésbókinni í dag :-)
Comments:
Skrifa ummæli