1. febrúar 2016
Alltof oft til Reykjavíkur !
Fundir í Reykjavík hafa verið daglegt brauð marga undanfarna daga. Þarf nauðsynlega að ná að stilla þá betur saman svo að ég þurfi ekki að fara í bæinn á hverjum degi. Það er nefnilega afar hvimleitt. Var til dæmis á fundi bænum fyrir hádegi í dag og verð síðan að mæta aftur á morgun og á enn einn fundinn næsta fimmtudag. Þetta slítur ansi í sundur vinnudaginn fyrir manni.
Annars þurfti að sinna málefnum grunnskólans í dag, hitta skemmtilega íbúa sem hingað komu og kvitta undir samning við Curron sem komið er vel í gang með þróun hugbúnaðar fyrir heimaþjónustu. Ég er afar heilluð af þeim möguleikum sem það kerfi gefur.
Einnig þurfti að pússla saman fundarboði bæjarráðs og vinna í undirbúningi þess fundar en meirihlutinn hittist á góðum fundi kl. 17.
--------------
Það hefur verið gaman að fylgjast með ánægju bæjarbúa með mokstur gangstétta og göngustíga að undanförnu. Hér hefur ungur maður nefnilega keypt sér fjórhjól og snjótönn sem hentar vel til moksturs þessara svæða og brunar hér um allt og gerir fínt í samvinnu við starfsmenn áhaldahúss. Frábært framtak sem nýtist öllum vel.
--------
Þessi eðalfagri köttur er alveg að verða þolanlegur. Þetta er svo flott mynd af honum að ég varð bara að deila henni með ykkur :-)
Comments:
Skrifa ummæli