15. febrúar 2016
Elska svona daga þegar enginn fundur er skráður. Þarf ekki að vera "fín" í vinnunni og get plægt mig í gegnum haugana af verkefnum sem oftar en ekki safnast upp. Setti upp reglur um fatapeninga FOSS starfsmanna á leik- og grunnskólum. Sendi af stað nýjan samning við foreldrafélag grunnskólans og renndi yfir annan við íþróttafélagið Hamar. Las og velti vöngum yfir endurskoðun aðalskipulags bæjarins og fyrirkomulagi þess svo fátt eitt sé talið.
En annars verður færslan í dag ansi stutt þar sem ég er svo óhemju syfjuð :-) Ég finn alveg fyrir því ða hafa vaknað kl. 5:45 til að fara í klukkutíma zumba tíma og svo aftur kl. 19 í annan en þá meiri lyftingar.
Comments:
Skrifa ummæli