9. febrúar 2016
Almannavarnir og afmæli
Heyrði í Jóhanni Ísleifssyni í morgun en eldur kviknaði í gróðarstöðinni hans í síðustu viku.  Ég var afar ánægð að heyra að svo virðist sem betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og stöðin ætti að vera komin í gang aftur eftir um 2 mánuði.  Það voru góðar fréttir !
Starfsmenn Veðurstofu fóru yfir helstu náttúruvár á svæðinu í fróðlegu erindi. Ljóst að eldgos og jarðskjálftar eru hættur sem að svæðinu steðja. En sennilega er ein mesta ógnin falin í umferðinni.  Vegakerfið ber ekki lengur þá miklu umferð sem um það fer og slys eru alltof alltof tíð og því miður alvarleg. 
Í kvöld hittumst við fjölskyldan hjá Guðrúnu í saltkjöti og baunum þar sem við fögnuðum afmælum Valdirmar og Guðrúnar en þau eiga bæði afmæli í dag. Valdimar fagnar hálfri öld  og það stefnir því í gleði á laugardaginn :-)
Þessi frábæra mynd af pabba með mig og Valdimar hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli á fésbókinni í dag!  Ákvað að leyfa ykkur að sjá hana líka ! 
			Comments:
			
			Skrifa ummæli
		
	
	

 

