2. febrúar 2016
Af ballett og Búllunni !
Ákvað að setja þessa mynd inn hér svo ég myndi ekki gleyma því að í París í desember sáum við síðustu uppfærsu Rudolf Nureyev á balletinum La bayadere. Algjörlega stórkostlegt enda risavaxin sýning i Bastillu óperunni. Ekki oft sem maður sér svona marga dansara á sviðinu í einu !
Í morgun fórum við Árni Eiríksson, oddviti þeirra Flóamanna, á fund með fulltrúum Landverndar þar sem við ræddum framtíð Alviðru og Öndverðarness. Við erum skipuð í þessa vinnu af Héraðsnefnd Árnesinga en jörðunum var ánafnað til þessara aðila um 1980 með stífum kvöðum sem við erum nú að skoða og þá möguleika á nýtingu sem þarna gætu legið.
Comments:
Skrifa ummæli