9. janúar 2016
Metaðsókn að Listasafni Árnesinga
Svona í upphafi árs er tilvalið að horfa yfir nýliðið ár og gleðjast yfir því sem hefur gengið vel.
Þennan póst fékk ég ásamt öðrum stjórnarmönnum frá Ingu Jónsdóttur, safnstjóra Listasafns Árnesinga:
Þennan póst fékk ég ásamt öðrum stjórnarmönnum frá Ingu Jónsdóttur, safnstjóra Listasafns Árnesinga:
Nýliðið ár er metár hjá LÁ hvað varðar gestafjölda, um
11.770 gestir og tvær sýningar ársins rötuðu á lista yfir áhugaverðustu
sýningar ársins. Morgunblaðið tók saman 5 helstu listviðburði mismunandi
listgreina og meðal 5 áhugaverðustu myndlistarsýninganna var sýningin ÁKALL í
Listasafni Árnesinga. Í Víðsjá á RÚV var Auður Ava Ólafsdóttir, listfræðingur
og rithöfundur og forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands beðin að nefna
helstu listviðburði sem stóðu upp úr á árinu og hún nefndi bara eina
myndlistarsýningu og það var sýningin GEYMAR-Sirra Sigrún Sigurðardóttir í
Listasafni Árnesinga.
Enn eitt gott ár að baki hjá Listasafninu. En Inga gleymir auðvitað að minnast á það sem mestu máli skiptir og það er hennar eigið framlag. Svona stofnun stendur og fellur með þeim sem þar halda um taumana og hún hefur staðið sig frábærlega. Það gerist ekki að sjálfu sér að safn sé talið í allra fremstu röð eins og Listasafn Árnesinga getur státað af.
Comments:
Skrifa ummæli