3. janúar 2016
Jólin eru ekki jólin nema að ég horfi á Family Stone, bestu jólamyndina sem ég veit. Náði því í dag enda búin að næla mér í pest svo það eina sem ég geri er að horfa á sjónvarpið og facebook. Hin fullkomna afslöppun :-) Hér getið þið notið þess að sjá kynningu á myndinni og þar bregður fyrir hinum stórkostlega Luke Wilson sem gerir allar myndir betri :-)
Annars fóru Bjarni Rúnar og Hafdís norður í morgun og Albert er farinn uppá Laugarvatn þannig að nú erum við ein í kotinu aftur. Það er reyndar ágætt og ekkert sem getur skyggt á gleði mína yfir því að vera flutt inn aftur eftir húsahremmingar haustsins sem virtust engan endi ætla að taka. Jafnvel sú staðreynda að þvottavélin brann yfir á milli jóla og nýárs náði ekki að skyggja á gleðina en það kórónaði bara óheppni þessa húss á árinu 2015 !
Comments:
Skrifa ummæli