15. janúar 2016
Af byggingarhugmyndum og einelti !
Í morgun kom hingað nýr hópur áhugasamra aðila um uppbyggingu á ferðaþjónustu í Hveragerði. Átti með þeim mjög góðan fund en það er greinilegt að ekkert lát er á þeim áhuga sem aðilar hafa á Hveragerði. Það verður fróðlegt að sjá hvað verður að veruleika af þeim verkefnum sem hér hafa verið kynnt.
Í dag komu í heimsókn arkitektarnir Dennis Davíð Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir en þau hafa hannað vistvæn hús úr sjálfbærum efnivið með það að markmiði að þau séu mun ódýrara en önnur sem eru á markaðnum í daga. Húsin gera einnig ráð fyrir aðgengi fyrir alla. Hér má hlusta á viðtal við þau á RÚV og lesa um húsagerðina. Nú leita þau að áhugasömum byggingaraðilum sem myndu vilja kynna sér málið nánar og horfa sérstaklega til Suðurlands. Hér eigum við því miður enga lóð í augnablikinu en það verður vonandi ekki langt í að við getum bætt úr því og þá er þetta skemmtilegur valkostur.
---------------------------------
Ég verð fyrir einelti ! Í fyrra var ég rekin úr liðinu sem tók þátt í átakinu "Allir lesa". Ég er alveg viss um að ég er sú eina sem hef upplifað slíkt! Mínum liðsfélögum fannst ég slíkur dragbítur á framgang þeirra að ekki varð við unað. Samt las ég alveg ! ! ! Eina og eina skýrslu og örugglega um 30-40 blaðsíður á dag í alvöru bók :-) En það dugði ekki til ! Þau ráku mig úr liðinu og uppskáru sigur í keppninni. Þetta fólk les heilu bækurnar á dag - hver hefur tíma í slíkt ? Nú eru þau byrjuð aftur í keppninni og ætla að verja titilinn. Ég óskaði mjög auðmjúk eftir því að fá að vera memm, en svarið var þvert nei, aftur !
Þá tilkynnti ég þeim það aftur á móti sármóðguð að ég vildi frekar iðka gefandi, mannleg samskipti heldur en liggja svona í skræðunum ein og yfirgefin eins og þau ætla sér að gera ;-)
Í dag komu í heimsókn arkitektarnir Dennis Davíð Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir en þau hafa hannað vistvæn hús úr sjálfbærum efnivið með það að markmiði að þau séu mun ódýrara en önnur sem eru á markaðnum í daga. Húsin gera einnig ráð fyrir aðgengi fyrir alla. Hér má hlusta á viðtal við þau á RÚV og lesa um húsagerðina. Nú leita þau að áhugasömum byggingaraðilum sem myndu vilja kynna sér málið nánar og horfa sérstaklega til Suðurlands. Hér eigum við því miður enga lóð í augnablikinu en það verður vonandi ekki langt í að við getum bætt úr því og þá er þetta skemmtilegur valkostur.
---------------------------------
Ég verð fyrir einelti ! Í fyrra var ég rekin úr liðinu sem tók þátt í átakinu "Allir lesa". Ég er alveg viss um að ég er sú eina sem hef upplifað slíkt! Mínum liðsfélögum fannst ég slíkur dragbítur á framgang þeirra að ekki varð við unað. Samt las ég alveg ! ! ! Eina og eina skýrslu og örugglega um 30-40 blaðsíður á dag í alvöru bók :-) En það dugði ekki til ! Þau ráku mig úr liðinu og uppskáru sigur í keppninni. Þetta fólk les heilu bækurnar á dag - hver hefur tíma í slíkt ? Nú eru þau byrjuð aftur í keppninni og ætla að verja titilinn. Ég óskaði mjög auðmjúk eftir því að fá að vera memm, en svarið var þvert nei, aftur !
Þá tilkynnti ég þeim það aftur á móti sármóðguð að ég vildi frekar iðka gefandi, mannleg samskipti heldur en liggja svona í skræðunum ein og yfirgefin eins og þau ætla sér að gera ;-)
Comments:
Mikið er ég fegin að teikningarnar af húsinu séu með algildir hönnun eða aðgengi fyrir alla eins og þú orðar það :)
Bestu kveðjur frá Akureyri, Hafdís.
Skrifa ummæli
Bestu kveðjur frá Akureyri, Hafdís.