7. janúar 2016
Byrjaði daginn á fundi bæjarráðs og í takt við árstímann var dagskráin frekar smá í sniðum. Það kom þó ekki í veg fyrir að umræður yrðu góðar og miklar um ýmis mál.
Fór síðan til Reykjavíkur á fund Ferðamálaráðs. Þar fengum við góða kynningu á starfsemi Íslandsstofu og einnig á fyrirhuguðum breytingum er gera á á lagaumhverfi tímabundinnar gistingu í heimahúsum.
Fór beint austur eftir fundinn því hér beið Halldór frá Reitum fasteignafélagi en félagið er eigandi húsnæðisins hér í Sunnumörk. Hér eru framundan breytingar sem betur verið sagt frá síðar.
Átti síðan fund með Ara og Peter Jessen, Guðmundi og Jóhönnu vegna málefna Hamarshallarinnar. Ari er aðalhönnuður og umsjónarmaður framkvæmda við húsið og Peter okkar helsti ráðgjafi varðandi bygginguna.
Hamarshöllin hefur valdið byltingu í íþróttaiðkun hér í Hveragerði og er að gaman að sjá hversu mikil lyftistöng hún er hinum ýmsu íþróttagreinum.
------------------------------
Í síðasta tölublaði Sveitarstjórnarmála er sérstök umfjöllun um Samband íslenskra sveitarfélaga í tilefni af 70 ára afmæli samtakanna. Þar birtist þessi stórskemmtilega mynd sem tekin er á landsþingi árið 2002.
Fór síðan til Reykjavíkur á fund Ferðamálaráðs. Þar fengum við góða kynningu á starfsemi Íslandsstofu og einnig á fyrirhuguðum breytingum er gera á á lagaumhverfi tímabundinnar gistingu í heimahúsum.
Fór beint austur eftir fundinn því hér beið Halldór frá Reitum fasteignafélagi en félagið er eigandi húsnæðisins hér í Sunnumörk. Hér eru framundan breytingar sem betur verið sagt frá síðar.
Átti síðan fund með Ara og Peter Jessen, Guðmundi og Jóhönnu vegna málefna Hamarshallarinnar. Ari er aðalhönnuður og umsjónarmaður framkvæmda við húsið og Peter okkar helsti ráðgjafi varðandi bygginguna.
Hamarshöllin hefur valdið byltingu í íþróttaiðkun hér í Hveragerði og er að gaman að sjá hversu mikil lyftistöng hún er hinum ýmsu íþróttagreinum.
------------------------------
Í síðasta tölublaði Sveitarstjórnarmála er sérstök umfjöllun um Samband íslenskra sveitarfélaga í tilefni af 70 ára afmæli samtakanna. Þar birtist þessi stórskemmtilega mynd sem tekin er á landsþingi árið 2002.
Ég varð nú hreinlega að grandskoða myndina til að þekkja þarna sjálfa mig. Ég setti þessa mynd nýlega á facebook sem prófíl af því að mér fannst svo ánægjulegt að ég skuli þroskast í rétta átt! En ég fékk svo hrikalega neikvæð viðbrögð og meira að segja símtal um miðja nótt þar sem þetta var harkalega gagnrýnt að ég henti henni út hið snarasta og setti aðra skárri í staðinn.
Maður á greinilega ekki að setja vondar myndir af sér í prófíl ! ! !
En af því að þið dyggir lesendur aldis.is eruð nú svo fáir að þá er allt í lagi að deila svona löguðu með ykkur :-)
En af því að þið dyggir lesendur aldis.is eruð nú svo fáir að þá er allt í lagi að deila svona löguðu með ykkur :-)
Comments:
Skrifa ummæli