1. desember 2015
Við Helga, skrifstofustjóri, höfum fyrir vana að skrifa greinargerð með fjárhagsáætlun hvers árs í sameiningu. Mér finnst þetta ansi skemmtilegt, við förum þá enn eina ferðina yfir reksturinn. Reiknum og ræðum hvað stendur til að gera á næsta ári og hvernig þetta á nú allt að hanga saman. Greinargerðin stefnir í að verða um 40 blaðsíður svo þetta er þónokkur vinna. Við erum rúmlega hálfnaðar eftir daginn í dag og ætlum gjarnan að klára þetta á morgun.
Nú undirbúum við tvo fundi í einu, bæði bæjarráð núna á fimmtudaginn og einnig bæjarstjórnarfund sem haldinn verður á fimmtudaginn í næstu viku. Ég yfirgef svæðið á fimmtudaginn og kem ekki aftur fyrr en á miðvikudaginní næstu viku. Fundarboð bæjarstjórnar þarf aftur á móti að fara út á þriðjudaginn svo það þarf að vera klárt áður en ég fer.
Fundur í stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga síðdegis þar sem rætt var um endurskoðun á fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks. Lending náðist í stjórn sem verður kynnt fljótlega.
Meirihutafundur í kvöld var góður og fjölmörg mál tekin á dagskrá. Hópurinn er afskaplega góður svo þetta er alltaf gaman.
Síðasti þáttur af Brúnni var ótrúlega góður, þessi séria er held ég sú besta hingað til. Greinilega verður framhald á...
Verð að sýna ykkur nýjustu jólaskreytinguna hjá Sunnumörk. Bæjarskrifstofuturninn er orðinn svona líka jólalegur ;-)
Comments:
Skrifa ummæli