5. desember 2015
Ráðstefna bæjarstjóra í París í dag. 1.000 bæjarstjórar mættu í ráðhúsið í París, Hotel de Ville, og ræddu loftslagsmál og hvaða leiðir okkur ber að grípa til eigi ekki að fara illa fyrir okkur öllum á næstu áratugum.
Það var athyglisvert að heyra að 70% af öllum gróðurhúsalofttegundnum myndast í borgunum sem sífellt verða stærri og stærri. Kína var áberandi á ráðstefnunni og kynntar voru þær aðgerðir sem þar er verið að grípa til sem eru umfangsmiklar. Það er áberandi að allir hér eru að auka vægi rafmagnsbíla og eins hjólreiða og annara umhverfisvænni ferðamáta. Sett í samhengi við Hveragerði þá er auðvitað næstum því hjákátlegt að við skulum keyra okkur í vinnuna. Það ætti allavega að vera hægt á sumrin að nýta aðra ferðamáta og minnka þannig mengun. Við berum nefnilega öll ábyrgð.
Annars má ég til að sýna ykkur myndir af Robert Redford og Leonardo di Caprio sem ég tók i dag. Þeir héldu báðir ræður og voru ansi góðir :-)
Síðan fannst sessunautum mínum þeim Birni Blöndal og Degi B. Eggertssyni ekki leiðinlegt að þetta skyldi vera bakgrunnur fundarins í þónokkuð langan tíma:
Comments:
Skrifa ummæli