6. nóvember 2015
Vinna við fjárhagsáætlun í dag en það verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegra eftir því sem kafað er dýpra... Var síðan fengin til að aðstoða Hjálparsveit skáta við sölu neyðarkallsins hér í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk síðdegis. Skemmtilegt enda gaman að hitta svona margt fólk.
-------
Gísli Páll Pálsson er búinn að vera góður vinur minn í yfir 20 ár. Hann er forstjóri í Mörkinni, Reykjavík, en þar er rekið hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk af miklum myndarskap. Þar vinna þau eftir Eden hugmyndafræðinni sem tryggir innihaldsríkt líf til hinstu stundar. Gísli Páll sendir starfsmönnum og vinum sínum vikulegar hugrenningar sem gaman er að lesa og og oft veltir hann upp áleitnum spurningum. Í dag sendi hann eftirfarandi pistil sem vakti mig til umhugsunar um samskipti okkar við þá sem ekki geta tekið þátt í samfélaginu á sama hátt og við hinr:
-------
Gísli Páll Pálsson er búinn að vera góður vinur minn í yfir 20 ár. Hann er forstjóri í Mörkinni, Reykjavík, en þar er rekið hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk af miklum myndarskap. Þar vinna þau eftir Eden hugmyndafræðinni sem tryggir innihaldsríkt líf til hinstu stundar. Gísli Páll sendir starfsmönnum og vinum sínum vikulegar hugrenningar sem gaman er að lesa og og oft veltir hann upp áleitnum spurningum. Í dag sendi hann eftirfarandi pistil sem vakti mig til umhugsunar um samskipti okkar við þá sem ekki geta tekið þátt í samfélaginu á sama hátt og við hinr:
Augu og eyru heimilisfólksins
Var í
karlakaffi um daginn. Fjórir mættir af
sex. Og mikið spjallað. Hafði svikið þá um kaffiboð í tvo eða þrjá
mánuði. Hafði í raun enga afsökun en
þeir virtust fyrirgefa mér svikin og við áttum verulega góða stund saman. Með loforði um að halda okkur við upphaflegu
áætlunina, það er að hittast um það bil einu sinni í mánuði.
Eins
og svo oft áður sagði ég frá því sem á daga mína hafði drifið frá því við
hittumst síðast. Og út frá þessum
frásögnum leiðist svo spjallið í allar áttir og það er virkilega gaman að fá að
hitta þessa heiðursmenn og heyra sögur þeirra, vísdóm og speki. Ég held að ég græði mest á þessu spjalli.
En
titill pistilsins varð til þegar ég sagðist nú ekki vilja einoka fundinn og
sagði að þeir kæmust hreinlega ekki að.
Ég vildi fá að heyra frá þeim. Þá
sagði einn þeirra: „En Gísli Páll, þú
ert augu okkar og eyru.“ Hafði ekki
hugsað út í þetta fyrr, þrátt fyrir að hafa starfað í öldrunarþjónustu í
rúmlega 25 ár. En þetta er svo laukrétt
hjá honum. Við sem vinnum í Mörkinni
förum víða, gerum margt áhugavert og skemmtilegt og getum sagt frá svo mörgu þegar
við erum í vinnunni. Held að við gerum
okkur bara ekki grein fyrir því, hversu mikill hafsjór af fróðleik, sögum og
skemmtilegheitum við getum verið í þágu þeirra sem búa hjá okkur. Hvet ykkur til að segja frá því sem þið eruð
að brasa utan vinnutímans þegar þið hafið lausa stund. Eflaust gerið þið það flest án þess að hugsa
sérstaklega út í það. En með þessu erum
við að leyfa heimilisfólkinu að „sjá“ og „heyra“ það sem fer fram utan veggja
heimilisins. Það eru nefnilega allt of
margir sem komast lítið út af heimilinu til að sjá, heyra og taka þátt í
samfélaginu okkar. Eðli máls samkvæmt er
slíkt ekki óeðlilegt. Líkamleg geta,
aðstæður aðstandenda og margt fleira kemur í veg fyrir ferðalög og
heimsóknir. En með því að segja frá
bætum við þeim þetta verulega upp.
Ef
til vill væri hægt að vera með söguþema einu sinni í viku, oftar eða sjaldnar,
þar sem starfsfólk segir frá því sem á daga þeirra hefur drifið og oftast nær
næst tenging við heimilisfólkið á einhvern hátt. Einhver hefur gert það sem rætt er um,
einhver hefur verið á þeim stöðum sem rætt er um eða einhvers konar aðrar
tengingar. Nú getur vel verið, og
reyndar vonandi, að spjall sem þetta eigi sér stað á heimilunum. Ef ekki, þá finnst mér það tilraunarinnar
virði og ef það er til staðar, þá til lukku með það.
Comments:
Skrifa ummæli