9. nóvember 2015
Sumir dagar eru fyrirsjáanlegri en aðrir. Fjárhagsáætlun er nú á lokastigi enda fer fyrri umræða fram nú á fimmtudaginn. Í dag undirbjó ég fund meirihlutans sem haldinn var í kvöld eftir langt hlé enda hafa bæjarfulltrúar allir verið í fjárhagsáætlunarvinnunni sem okkur þykir afar gott.
Í kvöld kynntum við áætlunina fyrir meirihlutanum og náðum góðum spretti á rétt rúmum 2 tímum. Einnig voru ýmis önnur mál rædd en það er víst af nógu að taka. Áætlun ársins er ekki sparnaðaráætlun enda stendur til að hefja byggingu leikskóla og fara í framkvæmdir við sundlaugina Laugaskarði svo fátt eitt sé talið. Eftir hádegi var fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands. Þar er glímt við söguna endalausu og leitina að urðunarstaðnum eða kannski frekar leitina að lausn fyrir það sem enginn vill eiga eða hafa nálægt sér... Mér fannst sem við hefðum þokast aðeins áleiðis í dag.
Comments:
Skrifa ummæli