17. nóvember 2015
Lokaskýrslurnar tvær farnar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Það er alltaf gaman að klára verkefni sem með beinum hætti skila peningum í kassann eins og þessi gera.
Hitti Hrafnhildi leikskólaráðgjafa en hún er að aðstoða mig við að finna leikskóla til að skoða í næstu viku. Þá ætlar starfshópur um byggingu nýs leikskóla að skoða nokkra leikskóla og kanna það sem best er gert á þessu sviði. Við munum sérstaklega skoða aðstöðu fyrir yngri börn en starfshópnum er uppálagt að vinna út frá því að 12 mánaða börnum verði boðin vistun. Það er reyndar gaman að geta þess að nú eru engin börn á biðlista sem orðin eru 18 mánaða ef sótt hefur verið um á réttum tíma.
Skrifaði fréttir á heimasíðun um atvinnulóðir á lausu sem eru þó nokkrar bæði hefðbundnar lóðir og eins lóðir fyrir gróðurhús. Setti örstutta grein í Dagskránna um íbúafjölgun og lóðamál sem vonandi birtist í næsta blaði.
Ákvað með engum fyrirvara að prófa nýju "dans" skóna í zumba tíma síðdegis. Þarf aðeins að venjast þeim betur og geri það sjálfsagt í zumbatímanum kl. 6 í fyrramálið.
Það verður reyndar ekki auðvelt að vakna en við stelpurnar í vinnunni hittumst í kvöld og áttum skemmtilega kvöldstund heima hjá Margréti Jónu. Þetta er frábær hópur sem alltaf er gaman að vera með.
Comments:
Skrifa ummæli