22. nóvember 2015
Kenneth Máni á föstudagskvöldið með góðum vinum var frábær skemmtun. Heilmikið í þessa sýningu spunnið og sumt reyndar á alvarlegum nótum þó salurinn hafi helst viljað hlægja að öllu...
Matarboð hjá Elitu á laugardagskvöldið einnig í mjög góðum hópi. Ég stenst ekki mátið að sýna ykkur hvað það er glæsilegt hjá henni matarborðið. Það er alveg sérstök upplifun að heimsækja Elitu...
Haraldur Fróði kíkti til ömmu og afa og í tilefni af því tókum við til íl garðinum og kveiktum bál. Veðrið minnti mann helst á Danmörku á góðum degi. Logn og frekar hlýtt en samt mikill raki í lofti. Frábær dagur. Jólaljósin fóru upp um helgina svo þetta er allt að koma. Við getum samt ekki keppt við nágrannana sem margir hverjir eiga svo flotta jólasveina og snjókalla sem við HF röltum og skoðuðum.
Comments:
Skrifa ummæli