3. nóvember 2015
Eftir mánaðarhlé frá blogg skrifum er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi að gefast upp á þessum miðli ?
Það er nú ein grundvallarforsenda þess að einhver nenni að kíkja á síðuna að hér komi nýjar færslur öðru hvoru... EN alltaf þegar ég dett úr gírnum sem gerist auðvitað öðru hverju og núna óvenju lengi þá finn ég hversu vænt mér þykir um www.aldis.is og ég vil alls ekki skilja við þessa síðu. Mér er eiginlega alveg sama hversu margir lesa þetta því þetta er ekki síst skrifað fyrir mig sjálfa. Ef einhverjir aðrir hafa gaman af þá er það bara bónus !
Svo nú er að koma sér af stað aftur. Þetta er auðvitað svolítið eins og líkamsrækt og breytt mataræði - maður verður að hafa staðfestu og úthald til að halda svona lagað út og gera það að lífsstíl :-)
En annars er þetta annasamasti tími ársins svo ég hef nægar afsakanir. Hef verið á þingum og ráðstefnum í hverri viku, SASS, Héraðsnefnd Árnesinga, Fjármálaráðstefnan, Landsfundur Sjálfstæðismanna og ýmislegt fleira. Allt gagnlegt og margt af þessu meira að segja nokkuð skemmtilegt líka :-)
Síðan er verið að leggja lokahönd á fjárhagsáætlun ársins 2016 svo það hefur verið nóg að gera í því líka.
Til dæmis er klukkan orðin rúmlega 23 þetta þriðjudagskvöld og ég er ennþá í vinnunni. Búin að vera á fundi með öllum bæjarfulltrúum frá kl. 17 og fara yfir fjárhagsáætlun næsta árs. Hvernig viljum við haga rekstrinum, hvaða fjárfestingar á að ráðast út í og hvaða viðhaldsverkefni ? Þetta er afskaplega góður og samheldinn hópur sem gott er að vinna með og þá verða verkefnin óneitanlega svo miklu léttari. Hefðum auðvitað viljað hafa úr meiru að spila en reksturinn er samt ekki í járnum og okkur gengur ágætlega að ná þessu saman. Ég hef þá trú að við séum að sjá núna afrakstur af íbúafjölgun án kostnaðarauka. Núna eru Hvergerðingar orðnir 2.426 og hafa aldrei verið fleiri. Við höfum samt ekki þurft að auka við leikskóla eða í grunnskólanum og heldur ekki þurft að ráðast í gatnagerð eða aðrar kostnaðarsamar aðgerðir.
Í bígerð eru mörg skemmtileg verkefni sem gaman verður að sjá verða að veruleika. Þið fáið að fylgjast með þeim hér á síðunni á næstu vikum...
Annars má nú ekki gleyma því að heilmikill tími fer þessa dagana í líkamsrækt, trúið því nú eður ei...
Zumba kl. 6 á morgnana 3x í viku - hefði ekki trúað því fyrir tveimur mánuðum að það yrði eins auðvelt og raun ber vitni. Fjórum sinnum í viðbót mæti ég síðan í Fitness bilið hjá henni Loreley sem er að gera aldeilis frábæra hluti. Hef hrikalega gaman af þessu og mæti með mikilli gleði :-)
Það er nú ein grundvallarforsenda þess að einhver nenni að kíkja á síðuna að hér komi nýjar færslur öðru hvoru... EN alltaf þegar ég dett úr gírnum sem gerist auðvitað öðru hverju og núna óvenju lengi þá finn ég hversu vænt mér þykir um www.aldis.is og ég vil alls ekki skilja við þessa síðu. Mér er eiginlega alveg sama hversu margir lesa þetta því þetta er ekki síst skrifað fyrir mig sjálfa. Ef einhverjir aðrir hafa gaman af þá er það bara bónus !
Svo nú er að koma sér af stað aftur. Þetta er auðvitað svolítið eins og líkamsrækt og breytt mataræði - maður verður að hafa staðfestu og úthald til að halda svona lagað út og gera það að lífsstíl :-)
En annars er þetta annasamasti tími ársins svo ég hef nægar afsakanir. Hef verið á þingum og ráðstefnum í hverri viku, SASS, Héraðsnefnd Árnesinga, Fjármálaráðstefnan, Landsfundur Sjálfstæðismanna og ýmislegt fleira. Allt gagnlegt og margt af þessu meira að segja nokkuð skemmtilegt líka :-)
Síðan er verið að leggja lokahönd á fjárhagsáætlun ársins 2016 svo það hefur verið nóg að gera í því líka.
Til dæmis er klukkan orðin rúmlega 23 þetta þriðjudagskvöld og ég er ennþá í vinnunni. Búin að vera á fundi með öllum bæjarfulltrúum frá kl. 17 og fara yfir fjárhagsáætlun næsta árs. Hvernig viljum við haga rekstrinum, hvaða fjárfestingar á að ráðast út í og hvaða viðhaldsverkefni ? Þetta er afskaplega góður og samheldinn hópur sem gott er að vinna með og þá verða verkefnin óneitanlega svo miklu léttari. Hefðum auðvitað viljað hafa úr meiru að spila en reksturinn er samt ekki í járnum og okkur gengur ágætlega að ná þessu saman. Ég hef þá trú að við séum að sjá núna afrakstur af íbúafjölgun án kostnaðarauka. Núna eru Hvergerðingar orðnir 2.426 og hafa aldrei verið fleiri. Við höfum samt ekki þurft að auka við leikskóla eða í grunnskólanum og heldur ekki þurft að ráðast í gatnagerð eða aðrar kostnaðarsamar aðgerðir.
Í bígerð eru mörg skemmtileg verkefni sem gaman verður að sjá verða að veruleika. Þið fáið að fylgjast með þeim hér á síðunni á næstu vikum...
Annars má nú ekki gleyma því að heilmikill tími fer þessa dagana í líkamsrækt, trúið því nú eður ei...
Zumba kl. 6 á morgnana 3x í viku - hefði ekki trúað því fyrir tveimur mánuðum að það yrði eins auðvelt og raun ber vitni. Fjórum sinnum í viðbót mæti ég síðan í Fitness bilið hjá henni Loreley sem er að gera aldeilis frábæra hluti. Hef hrikalega gaman af þessu og mæti með mikilli gleði :-)
Comments:
Skrifa ummæli