19. nóvember 2015
Bæjarráðsfundur í morgun þar sem helst bar til tíðinda að lóðinni Austurmörk 6 var úthlutað til byggingar sem hýsa á safn um íslenska hestinn. Mjög flott hugmynd sem ég efast ekki um að verður vinsæl á meðal ferðamanna, íslenskra sem erlendra.
Átti góðan fund með Hlíf og Kristbjörgu frá Norræna félaginu þar sem farið var yfir fyrirhugað vinabæjamót sem haldið verður sömu helgi og Blómstrandi dagar 2016. Vinabæjakeðjan okkar er sterk og öflug og hefur hist með reglubundnum hætti. Hér gætum við átt von á 60-80 gestum sem flestir búa á heimilum bæjarbúa. Það er gaman að mótið skuli haldið einmitt þessa helgi því það verður nóg um að vera.
Í hádeginu tók ég þátt í að hefja Eldvarnarátak ársins 2016, varð alveg óvænt staðgengill Eyglóar Harðardóttur ráðherra sem forfallaðist á síðustu stundu. Það er Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem stendur fyrir átakinu og tókst athöfnin í dag frábærlega.
Til að byrja með var fræðsla fyrir nemendur í 3. bekk þar sem ég fékk að segja þeim söguna af því þegar kviknaði í kjólnum mínum á aðfangadagskvöld og einnig fékk ég það mikilvæga hlutverk að ítreka mikilvægi reykskynjara. Að þessu loknu var rýming skólans æfð. Tók 3 mínutur að koma öllum út og eftir 6 mínútur var búið að telja mannskapinn og ganga úr skugga um að allir væru á réttum stað. Þetta var mjög fagmannlegt og traustvekjandi hjá starfsmönnum grunnskólans. Þetta er í fyrsta sinn sem Eldvarnaátakið er opnað á starfssvæði Brunavarna Árnessýslu og er það okkur mikill heiður að það skuli hafa verið gert hér í Hveragerði.
Fundur með Ingibjörgu, útíbússtjóra Arion banka og Róberti umdæmisstjóra síðdegis. Þar kynnti ég fyrir þeim helstu framkvæmdir, mannfjöldaspár og stöðu bæjarins á mjög góðum fundi. Ingibjörg mun láta af störfum í lok árs eftir langan og farsælan feril. Hennar verður sárt saknað. Nú er aftur á móti setið yfir umsóknum frá 27 einstaklingum sem sóttu um stöðuna. Það eru meðmæli með Hveragerði að svo margir skuli sækja um.
Heimsótti síðan frístundaskólann þar sem fram fer frábært starf undir styrkri stjórn Þórunnar og Sigurrósar. Þar hitti ég Guðrúnu Friðþjófsdóttur, formann Kvenfélags Hveragerðis og skrifuðum við undir samning um áframhaldandi leigu hússins við Fljótsmörk sem félagið á en bæjarfélagið hefur nýtt fyrir frístundaskóla. Gildir samningurinn í 5 ár.
Ákvað að taka ræktina með trompi og fór í styrktaræfingar áður en klukkutíma zumbatími tók við. Ætla síðan að mæta kl. 6 í fyrramálið. Systur mínar segja að ég sé komin með maníu, en nei, þetta er bara svo hrikalega gaman :-)
Þar sem betri helmingurinn er fyrir norðan þá bauð ég mér í mat til Sigurbjargar í kvöld
- "að láta fótinn fæða sig" er alveg að virka ! ! !
Átti góðan fund með Hlíf og Kristbjörgu frá Norræna félaginu þar sem farið var yfir fyrirhugað vinabæjamót sem haldið verður sömu helgi og Blómstrandi dagar 2016. Vinabæjakeðjan okkar er sterk og öflug og hefur hist með reglubundnum hætti. Hér gætum við átt von á 60-80 gestum sem flestir búa á heimilum bæjarbúa. Það er gaman að mótið skuli haldið einmitt þessa helgi því það verður nóg um að vera.
Í hádeginu tók ég þátt í að hefja Eldvarnarátak ársins 2016, varð alveg óvænt staðgengill Eyglóar Harðardóttur ráðherra sem forfallaðist á síðustu stundu. Það er Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem stendur fyrir átakinu og tókst athöfnin í dag frábærlega.
Til að byrja með var fræðsla fyrir nemendur í 3. bekk þar sem ég fékk að segja þeim söguna af því þegar kviknaði í kjólnum mínum á aðfangadagskvöld og einnig fékk ég það mikilvæga hlutverk að ítreka mikilvægi reykskynjara. Að þessu loknu var rýming skólans æfð. Tók 3 mínutur að koma öllum út og eftir 6 mínútur var búið að telja mannskapinn og ganga úr skugga um að allir væru á réttum stað. Þetta var mjög fagmannlegt og traustvekjandi hjá starfsmönnum grunnskólans. Þetta er í fyrsta sinn sem Eldvarnaátakið er opnað á starfssvæði Brunavarna Árnessýslu og er það okkur mikill heiður að það skuli hafa verið gert hér í Hveragerði.
Fundur með Ingibjörgu, útíbússtjóra Arion banka og Róberti umdæmisstjóra síðdegis. Þar kynnti ég fyrir þeim helstu framkvæmdir, mannfjöldaspár og stöðu bæjarins á mjög góðum fundi. Ingibjörg mun láta af störfum í lok árs eftir langan og farsælan feril. Hennar verður sárt saknað. Nú er aftur á móti setið yfir umsóknum frá 27 einstaklingum sem sóttu um stöðuna. Það eru meðmæli með Hveragerði að svo margir skuli sækja um.
Heimsótti síðan frístundaskólann þar sem fram fer frábært starf undir styrkri stjórn Þórunnar og Sigurrósar. Þar hitti ég Guðrúnu Friðþjófsdóttur, formann Kvenfélags Hveragerðis og skrifuðum við undir samning um áframhaldandi leigu hússins við Fljótsmörk sem félagið á en bæjarfélagið hefur nýtt fyrir frístundaskóla. Gildir samningurinn í 5 ár.
Ákvað að taka ræktina með trompi og fór í styrktaræfingar áður en klukkutíma zumbatími tók við. Ætla síðan að mæta kl. 6 í fyrramálið. Systur mínar segja að ég sé komin með maníu, en nei, þetta er bara svo hrikalega gaman :-)
Þar sem betri helmingurinn er fyrir norðan þá bauð ég mér í mat til Sigurbjargar í kvöld
- "að láta fótinn fæða sig" er alveg að virka ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli