16. nóvember 2015
Þarf nauðsynlega að koma frá mér lokaskýrslum um tvö verkefni sem fengu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Vann í því í dag og renndi þess vegna m.a. inní Dal til að taka myndir sem fylgja munu með skýrslunum.
Hér sést ágætlega hvernig nýr vegur hefur gjörbreytt aðkomunni að Reykjadal. Það er líka gaman að sjá hvað gróðurinn hefur tekið vel við sér í sumar en héðan í frá munu trén ekkert gera annað en að spretta og veita okkur meira skjól og fleiri skemmtilega staði til að njóta.
Málefni Brunavarna Árnessýslu voru fyrirferðarmikil í dag enda tók nokkurn tíma að lesa þau erindi sem héraðsnefndarmönnum bárust í dag vegna máls tengdum starfslokum Kristjáns Einarssonar.
Comments:
Skrifa ummæli