30. apríl 2015
Velti því stundum fyrir mér hversu mikið myndi fjölga í bæjarfélaginu ef nægt leiguhúsnæði væri til staðar. Undanfarið hafa auglýsingar eftir húsnæði verið afskaplega áberandi og fólk er greinilega í mikilli örvæntingu að biðla til allra sem einverja þekkja um aðstoð. Því er ljóst að mikill fjöldi fólks sér Hveragerði sem góðan stað til búsetu.
Nú vil ég biðla til byggingaaðila og hvetja þá til dáða --- því enn eru lausar til úthlutunar lóðir undir skemmtileg parhús við Dalsbrún. Hús sem myndu smellpassa fyrir svo marga.
Síðan er auðvitað afar brýnt að Alþingi grípi til aðgerða og styðji við byggingu leiguhúsnæðis eins og gert er ráð fyrir í nýju frumvarpi Eyglóar Harðar. Því það er fullkomlega óásættanlegt að ungu fólki og reyndar fólki almennt sé haldið í húsnæðislegum helgreipum eins og nú er. Slíkt útspil gæti líka orðið lóð á vogarskál kjarasamninganna ef rétt væri á málum haldið.
Nú vil ég biðla til byggingaaðila og hvetja þá til dáða --- því enn eru lausar til úthlutunar lóðir undir skemmtileg parhús við Dalsbrún. Hús sem myndu smellpassa fyrir svo marga.
Síðan er auðvitað afar brýnt að Alþingi grípi til aðgerða og styðji við byggingu leiguhúsnæðis eins og gert er ráð fyrir í nýju frumvarpi Eyglóar Harðar. Því það er fullkomlega óásættanlegt að ungu fólki og reyndar fólki almennt sé haldið í húsnæðislegum helgreipum eins og nú er. Slíkt útspil gæti líka orðið lóð á vogarskál kjarasamninganna ef rétt væri á málum haldið.
Comments:
Skrifa ummæli