13. apríl 2015
Töpuðum leiknum í gærkvöldi - en þvílíkt fjör og læti. Það verður eitthvað sem mun ganga á í "frystikistunni" í Hveragerði á miðvikudaginn næsta. Skil reyndar ekki alveg þetta tal um frystikistuna í Hveragerði enda er hvorki kalt né illa raðað í íþróttahúsinu hér :-)
En í dag hefur lífið aðallega snúist um starfsmannamál, tjaldsvæðið, stjórnendafund í fyrramálið og meirihlutafund í kvöld. Kvittaði undir verksamning um framkvæmdir við sundlaugarhúsið og átti góðan fund með verktökunum. Vann minnisblöð fyrir bæjarráðsfund vikunnar og glöggvaði mig á tillögum frá starfshópi sem unnið hefur að stefnumörkun varðandi veikindi og forföll starfsmanna.
Átti langt og skemmtilegt samtal við Svein Sæland, garðyrkjubónda að Espiflöt í Biskupstungum aðallega um garðyrkjuna, sögu og framtíð. Hann er einn af þeim fjölmörgu sem ég hef unnið með að sveitarstjórnarmálum sem ég sé eftir af þeim vettvangi.
Fór í laugina bæði laugardag og sunnudag í þvílíktri blíðu, svona á milli élja. Fór síðan enn og aftur í dag og núna í sundleikfimina. Þar æfði ég nú aðallega málbeinið, en það þarf líka :-)
Meirihlutafundur í kvöld og bæjarráðsfundur undirbúinn og pælt í möguleikum framtíðarinnar. Það er alltaf gaman að því :-)
En í dag hefur lífið aðallega snúist um starfsmannamál, tjaldsvæðið, stjórnendafund í fyrramálið og meirihlutafund í kvöld. Kvittaði undir verksamning um framkvæmdir við sundlaugarhúsið og átti góðan fund með verktökunum. Vann minnisblöð fyrir bæjarráðsfund vikunnar og glöggvaði mig á tillögum frá starfshópi sem unnið hefur að stefnumörkun varðandi veikindi og forföll starfsmanna.
Átti langt og skemmtilegt samtal við Svein Sæland, garðyrkjubónda að Espiflöt í Biskupstungum aðallega um garðyrkjuna, sögu og framtíð. Hann er einn af þeim fjölmörgu sem ég hef unnið með að sveitarstjórnarmálum sem ég sé eftir af þeim vettvangi.
Fór í laugina bæði laugardag og sunnudag í þvílíktri blíðu, svona á milli élja. Fór síðan enn og aftur í dag og núna í sundleikfimina. Þar æfði ég nú aðallega málbeinið, en það þarf líka :-)
Meirihlutafundur í kvöld og bæjarráðsfundur undirbúinn og pælt í möguleikum framtíðarinnar. Það er alltaf gaman að því :-)
Comments:
Skrifa ummæli