29. apríl 2015
Davíð Samúelsson hefur verið ráðinn sem verktaki til bæjarins til að vinna að markaðs- og atvinnumálum. Verkefnið er til 18 mánaða og verður vonandi árangursríkt. Davíð þekkja margir sem fyrsta forstöðumann Upplýsingamiðstöðvarinnar hér í Hveragerði og sem framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurlands. Hann er drífandi og hugmyndaríkur og er síðan gæddur þeim góða kosti að geta séð möguleika og nú er hann í vinnu við að finna þá hér í Hveragerði.
Átti fund með leikskólastjórum í morgun þar sem við fórum yfir biðlistann og vænta stöðu í haust. Í stuttu máli er hægt að segja að öll börn á biðlistanum munu fá tilboð um leikskólavistun í haust og eitthvað svigrúm verður til staðar svo fremi sem stökkbreytingar verði ekki á biðlistanum. Er það ánægjulegt.
Í dag var unnið að því að merkja Hamarshöllina svo nú mun maður vonandi ekki framar heyra niðrandi og furðuleg heiti á því ágæta mannvirki. Kannski allt í lagi að minna á það (svona í ljósi frétta af fljúgandi íþróttahúsi fyrir austan) að Hamarshöllin hefur staðið af sér öll stórviðri undanfarinna ára enda er gríðarlegt magn af steypu neðanjarðar sem heldur mannvirkinu á sínum stað. Það er traustvekjandi að vita af því.
Síðdegis fylgdum við sómamanninum, Axel Wolfram, síðasta spölinn. Axel var einn af þeim dugmiklu íbúum bæjarins sem með vinnusemi, hugmyndaauðgi og vinalega fasi setti mark sitt á bæjarfélagið. Verkstæðið hans hefur staðið við Austurmörkina í áratugi og við höfum verið stolt af því að jafn góður blikksmiður skuli hafa verið starfandi hér í bæ. Hann kveður alltof, alltof snemma. Fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
--------
Vinur minn hann Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, er afar hagmæltur og góður penni.
Hann birti eftirfarandi vísu á facebook í tilefni af fréttum um að heimiliskettir væru étandi lóur í húsagörðum landsmanna þessa dagana:
Ég sárlega vona að senn komi spóinn
með sólskin í dali og hlýindaskeið;
því lóan hún kom til að kveða burt snjóinn,
en kötturinn át hana og vorið um leið.
Mér finnst þetta ansi gott hjá honum :-)
Átti fund með leikskólastjórum í morgun þar sem við fórum yfir biðlistann og vænta stöðu í haust. Í stuttu máli er hægt að segja að öll börn á biðlistanum munu fá tilboð um leikskólavistun í haust og eitthvað svigrúm verður til staðar svo fremi sem stökkbreytingar verði ekki á biðlistanum. Er það ánægjulegt.
Í dag var unnið að því að merkja Hamarshöllina svo nú mun maður vonandi ekki framar heyra niðrandi og furðuleg heiti á því ágæta mannvirki. Kannski allt í lagi að minna á það (svona í ljósi frétta af fljúgandi íþróttahúsi fyrir austan) að Hamarshöllin hefur staðið af sér öll stórviðri undanfarinna ára enda er gríðarlegt magn af steypu neðanjarðar sem heldur mannvirkinu á sínum stað. Það er traustvekjandi að vita af því.
Síðdegis fylgdum við sómamanninum, Axel Wolfram, síðasta spölinn. Axel var einn af þeim dugmiklu íbúum bæjarins sem með vinnusemi, hugmyndaauðgi og vinalega fasi setti mark sitt á bæjarfélagið. Verkstæðið hans hefur staðið við Austurmörkina í áratugi og við höfum verið stolt af því að jafn góður blikksmiður skuli hafa verið starfandi hér í bæ. Hann kveður alltof, alltof snemma. Fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
--------
Vinur minn hann Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, er afar hagmæltur og góður penni.
Hann birti eftirfarandi vísu á facebook í tilefni af fréttum um að heimiliskettir væru étandi lóur í húsagörðum landsmanna þessa dagana:
Ég sárlega vona að senn komi spóinn
með sólskin í dali og hlýindaskeið;
því lóan hún kom til að kveða burt snjóinn,
en kötturinn át hana og vorið um leið.
Mér finnst þetta ansi gott hjá honum :-)
Comments:
Skrifa ummæli