7. apríl 2015
Meira hvað vorið ætlar að láta bíða eftir sér þetta árið...
Það voru mikil vonbrigði að sjá allt hvítt úti í morgun. Þetta er alveg orðið ágætt - reyndar löngu orðið ágætt !
Annars vann ég í málum varðandi starfsmannahald en á stjórnendafundi var nokkrum stjórnendum falið að koma með tillögur varðandi veikindafjarvistir sem þeir hafa nú skilað inn. Óneitanlega hefur þessi vetur reynst mörgum stofnunum hér erfiður hvað það varðar. Flensan svosem líka með alversta móti en það er mikilvægt að koma þessum málum í skýran farveg og eins að reyna að grípa til heilsueflandi aðgerða. Þessar tillögur munu væntanlega fara fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Annars voru páskarnir hinir ljúfustu. Fyrst á Sauðárkróki í góðu yfirlæti og síðan hér í Hveragerði þar sem stjórfjölskyldan hittist tvisvar í miklum gleðiveislum. Alltaf gaman :-)
Það voru mikil vonbrigði að sjá allt hvítt úti í morgun. Þetta er alveg orðið ágætt - reyndar löngu orðið ágætt !
Annars vann ég í málum varðandi starfsmannahald en á stjórnendafundi var nokkrum stjórnendum falið að koma með tillögur varðandi veikindafjarvistir sem þeir hafa nú skilað inn. Óneitanlega hefur þessi vetur reynst mörgum stofnunum hér erfiður hvað það varðar. Flensan svosem líka með alversta móti en það er mikilvægt að koma þessum málum í skýran farveg og eins að reyna að grípa til heilsueflandi aðgerða. Þessar tillögur munu væntanlega fara fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Annars voru páskarnir hinir ljúfustu. Fyrst á Sauðárkróki í góðu yfirlæti og síðan hér í Hveragerði þar sem stjórfjölskyldan hittist tvisvar í miklum gleðiveislum. Alltaf gaman :-)
Comments:
Skrifa ummæli