3. apríl 2015
Ljúft líf hér á Sauðárkrók en ég lendi hvergi nokkurs staðar í betri afslöppun en hér á Aðalgötu 22. Fór -í sund í morgun en laugin hérna er skemmtileg og pottarnir góðir. Verð að játa að það er samt infra rauði klefinn sem dregur mig meira en nokkuð annað í laugina hér. Hann er meiriháttar. Svona klefi er nýkominn í Fitness bilið heima í Hveró svo nú ætla ég að prófa hann líka.
Bíltúr í Varmahlíð í dag og skemmtileg heimsókn að Löngumýri til Gunnars og síðan er kvöldkaffi hjá Ástu sveitarstjóra í kvöld.
Tengdapabbi er búinn að kenna mér nýjar megrunarkúr sem hann segir að svínvirki. Borða morgunmat og borða síðan hádegismat. Drekka síðan gos og borða súkkulaði í kaffinu og borða síðan ekkert meira það sem eftir lifir dags, nema kannski aðeins meira súkkulaði og pínulitið meira gosvatn. Held að þessi sé málið :-)
Comments:
Skrifa ummæli