10. apríl 2015
Héraðsnefnd Árnesinga fundaði á Flúðum á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Það skýrir vöntun á færslu þá daga.
Þar var m.a. tekin góð og skemmtileg umræða um sameiningu sveitarfélaga að loknu fínu erindi Þorvarðar Hjaltasonar um sama mál. Það virðist vera sem ákveðin stefnubreyting sé í farvatninu allavega hefur umræða aukist mjög að undanförnu um að ákveða eigi lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga með lögum. Það sjá auðvitað allir fáránleikann sem fólginn er í því að sveitarfélag telji milli 100 og 200 íbúa, jafnvel færri, og treysti síðan alfarið á nágranna sína með alla þjónustu. Meira að segja ég sem hef verið ákafur talsmaður frjálsra sameininga tel að það þurfi að gera eitthvað til að sveitarfélög geti að lágmarki séð um grunnþjónustu við eigin íbúa. En Þorvarður kom reyndar fram með annan punkt ágætan sem laut að því að ef að þetta tækist ekki þá yrði allavega að "snyrta" sveitarfélagamörkin. Það á svo sannarlega við hér í kringum okkur í Hveragerði þar sem Varmá skiptir milli Ölfuss og Hveragerðis. Listigarðurinn okkar í miðbænum tilheyrir til dæmis bæði okkur og Ölfusi og golfvöllurinn er í sömu tveimur sveitarfélögum. Þetta þyrfti að laga enda eru íbúa á þessu svæði hér fyrir ofan notendur að allri þjónustu hér í Hveragerði og vilja sjálfsagt flestir tilheyra Hveragerði.
Það skemmtilega við fundi Héraðsnefndar eru heimsóknir sem farið er í á viðkomandi svæði. Núna heimsóttum við Límtré en þangað hef ég aldrei komið. Mjög fróðlegt og gaman að fá tækifæri til að sjá þetta glæsilega fyrirtæki. Hef sjaldan séð jafn snyrtilega og skemmtilega starfsmannaaðstöðu. Þarna er hlúð að smáatriðunum. Ég hef áður hrósað Gömlu lauginni á Flúðum og geri það hér enn og aftur. Verst að ég skuli aldrei hafa tækifæri til að prufa að svamla í lauginni. Geri það næsta sumar ! ! ! Í lokin var síðan farið í nýjar Hrunaréttir. Það eru nú ekki margir sem geta leyft sér að raða stuðlabergi í réttarveggina. En þeir geta það, og gera, Hrunamenn. Mjög flott og til fyrirmyndar.
En svo þið haldið ekki að Héraðsnefnd sé eintómur leikur þá voru fundahöld löng og ströng fram eftir degi á föstudegi og megnið af fimmtudeginu. En Héraðsnefnd rekur m.a. Listasafnið, Tónlistarskólann, Byggðasafnið, Brunavarnir, Almannavarnir og Héraðsskjalasafnið. Það var því nóg um að ræða þessa daga á Flúðum.
Þar var m.a. tekin góð og skemmtileg umræða um sameiningu sveitarfélaga að loknu fínu erindi Þorvarðar Hjaltasonar um sama mál. Það virðist vera sem ákveðin stefnubreyting sé í farvatninu allavega hefur umræða aukist mjög að undanförnu um að ákveða eigi lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga með lögum. Það sjá auðvitað allir fáránleikann sem fólginn er í því að sveitarfélag telji milli 100 og 200 íbúa, jafnvel færri, og treysti síðan alfarið á nágranna sína með alla þjónustu. Meira að segja ég sem hef verið ákafur talsmaður frjálsra sameininga tel að það þurfi að gera eitthvað til að sveitarfélög geti að lágmarki séð um grunnþjónustu við eigin íbúa. En Þorvarður kom reyndar fram með annan punkt ágætan sem laut að því að ef að þetta tækist ekki þá yrði allavega að "snyrta" sveitarfélagamörkin. Það á svo sannarlega við hér í kringum okkur í Hveragerði þar sem Varmá skiptir milli Ölfuss og Hveragerðis. Listigarðurinn okkar í miðbænum tilheyrir til dæmis bæði okkur og Ölfusi og golfvöllurinn er í sömu tveimur sveitarfélögum. Þetta þyrfti að laga enda eru íbúa á þessu svæði hér fyrir ofan notendur að allri þjónustu hér í Hveragerði og vilja sjálfsagt flestir tilheyra Hveragerði.
Það skemmtilega við fundi Héraðsnefndar eru heimsóknir sem farið er í á viðkomandi svæði. Núna heimsóttum við Límtré en þangað hef ég aldrei komið. Mjög fróðlegt og gaman að fá tækifæri til að sjá þetta glæsilega fyrirtæki. Hef sjaldan séð jafn snyrtilega og skemmtilega starfsmannaaðstöðu. Þarna er hlúð að smáatriðunum. Ég hef áður hrósað Gömlu lauginni á Flúðum og geri það hér enn og aftur. Verst að ég skuli aldrei hafa tækifæri til að prufa að svamla í lauginni. Geri það næsta sumar ! ! ! Í lokin var síðan farið í nýjar Hrunaréttir. Það eru nú ekki margir sem geta leyft sér að raða stuðlabergi í réttarveggina. En þeir geta það, og gera, Hrunamenn. Mjög flott og til fyrirmyndar.
En svo þið haldið ekki að Héraðsnefnd sé eintómur leikur þá voru fundahöld löng og ströng fram eftir degi á föstudegi og megnið af fimmtudeginu. En Héraðsnefnd rekur m.a. Listasafnið, Tónlistarskólann, Byggðasafnið, Brunavarnir, Almannavarnir og Héraðsskjalasafnið. Það var því nóg um að ræða þessa daga á Flúðum.
Comments:
Skrifa ummæli