23. apríl 2015
Gleðilegt sumar kæru vinir og takk fyrir veturinn. Nú vonum við að sumarið verði yndislegt á landinu fagra :-)
Í dag var venju samkvæmt opið hús á Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Þar var ótrúlega vel mætt af úrvalsfólki. Hér náði ég að fá mynd af mér með þessum eðal hópi. Forsetinn hafði á orði að sennilega hefði aldrei, í sögu lýðveldisins, bæði forseti og forsætisráðherra afhent viðurkenningar á sömu samkomunni. Þarna var mennta og menningarmálaráðherrann einnig mættur svo þetta var ótrúlega vel samsettur hópur.
Forsetinn afhenti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar sem í ár féllu í skaut Skógræktarfélagi Hveragerði sem í hartnær 70 ár hefur unnið að gróðursetningu og trjárækt í bæjarlandinu. Ávallt er félagið skipað góðu fólki en þeir sem komu að stofnun þess í upphafi voru til dæmis Kristmann Guðmdundsson, Gunnar Benediktsson og fleiri góðir frumbýlingar hér í Hveragerði.
Afmæli hjá Hafrúnu og Vigdísi síðdegis í dag. Litlu frænkurnar eru nú orðnar 5 og 7 ára. Það veit ég vel þó ég hafi klúðrað kortinu til Vigdísar með eftirminnilegum hætti :-)
Í dag var venju samkvæmt opið hús á Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Þar var ótrúlega vel mætt af úrvalsfólki. Hér náði ég að fá mynd af mér með þessum eðal hópi. Forsetinn hafði á orði að sennilega hefði aldrei, í sögu lýðveldisins, bæði forseti og forsætisráðherra afhent viðurkenningar á sömu samkomunni. Þarna var mennta og menningarmálaráðherrann einnig mættur svo þetta var ótrúlega vel samsettur hópur.
Forsetinn afhenti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar sem í ár féllu í skaut Skógræktarfélagi Hveragerði sem í hartnær 70 ár hefur unnið að gróðursetningu og trjárækt í bæjarlandinu. Ávallt er félagið skipað góðu fólki en þeir sem komu að stofnun þess í upphafi voru til dæmis Kristmann Guðmdundsson, Gunnar Benediktsson og fleiri góðir frumbýlingar hér í Hveragerði.
Afmæli hjá Hafrúnu og Vigdísi síðdegis í dag. Litlu frænkurnar eru nú orðnar 5 og 7 ára. Það veit ég vel þó ég hafi klúðrað kortinu til Vigdísar með eftirminnilegum hætti :-)
Comments:
Skrifa ummæli