27. apríl 2015
Hef átt betri daga - það er einhver pest að ergja mig þessa dagana. Mætti nú samt í vinnuna en var ekki merkilegur gleðigjafi á vinnustaðnum í dag!
Kláraði þó m.a. vinnu tengda veikindum og fjarvistum sem stjórnendur hafa rætt á sínum fundum undanfarið. Hópur sem skipaður var hefur skilað af sér tillögum og þær verða nú skoðaðar af bæjarráði á næsta fundi ásamt samanburði á kostnaði og þjónustu sem ég setti upp í dag.
Í lok dags kíkti ég við í Listasafninu þar sem lokið er nú sýningunni Ákalli og jafnframt sýningu Listvinafélags Hveragerðis þar sem gerð var grein fyrir útisýningu sem unnið er að því að koma upp í Listigarðinum á Fossflöt. Myndin hér fyrir neðan sýnir hugmyndir félagsins.
Comments:
Skrifa ummæli