1. apríl 2015
Bæjarráðsfundur í morgun. Þar voru meðal annars samþykkt tilboð í viðgerð á útveggjum sundlaugarhússin en það verk fengu ÁÁ verktakar, Reykjanesbæ og tilboð í viðbyggingu við Grunnskólann sem hýsa mun mötuneyti en það verk fékk fyrirtækið Frumskógar sem er í eigu Ólafs Þ. Óskarssonar í Hveragerði. Hann er sá sem klæddi gamla kaupfélagshúsið í hittifyrra og fórst það vel úr hendi. Á fundinum var einnig farið yfir mál tengd tjaldsvæðinu en ljóst er að fyrri leigutaki er ekki ánægður með ákvörðun bæjarstjórnar í þessu máli.
Hef aðeins verið að velta fyrir mér aprílgöbbum dagsins! Ég er annáluð fyrir að vera alveg ótrúlega fattlaus svo það er nú kannski ekki nema von að ég eigi erfitt á degi eins og í dag. Er til dæmis viðbyggingin við Alþingishúsið aprílgabb eða ekki ? ? ? Fyrst æsti ég mig upp í rjáfur yfir þessari hugmynd en svo fór ég að velta fyrir mér að þetta hlyti að vera gabb... Bíð eftir morgundeginum. Held reyndar að ég hafi fattað að Landspítala umræðan hjá Sigmundi Davíð hafi verið gabb ! ! ! En hvað ef þetta reynist síðan sannleikur ! ! !
Þetta er pínulítið erfitt þegar maður trúir ráðamönnum hreinlega til alls :-)
-------------
Hef aðeins verið að velta fyrir mér aprílgöbbum dagsins! Ég er annáluð fyrir að vera alveg ótrúlega fattlaus svo það er nú kannski ekki nema von að ég eigi erfitt á degi eins og í dag. Er til dæmis viðbyggingin við Alþingishúsið aprílgabb eða ekki ? ? ? Fyrst æsti ég mig upp í rjáfur yfir þessari hugmynd en svo fór ég að velta fyrir mér að þetta hlyti að vera gabb... Bíð eftir morgundeginum. Held reyndar að ég hafi fattað að Landspítala umræðan hjá Sigmundi Davíð hafi verið gabb ! ! ! En hvað ef þetta reynist síðan sannleikur ! ! !
Þetta er pínulítið erfitt þegar maður trúir ráðamönnum hreinlega til alls :-)
-------------
Comments:
Skrifa ummæli