21. apríl 2015
Átti viðtal í dag við áhugasaman athafnamann sem sér hér ýmis tækifæri. Það er gaman að fá svona heimsóknir og alltaf skemmtilegt að fara yfir sviðið og heyra um hugmyndir annarra.
Hitti kennsluráðgjafa Skólaþjónustu Árnesþings og fórum við yfir málefni frístundaskólans. Það er vilji bæjarstjórnar að hlúa sem best að öllu því sem snýr að börnum bæjarins en frístundaskólinn er mikilvægur hlekkur þar.
Í sumar á að taka lóðina við frístundaskólann í gegn og eru settar 5 mkr í það verkefni. Það verður mikill munur.
Við Eyþór, forseti bæjarstjórnar, áttum góðan fund með forsvarsmönnum Heilsustofnunar NLFÍ síðdegis. Þar var farið yfir ýmis mál er lúta að stofnuninni og framtíð hennar. Það er ómetanlegt að eiga í góðum samskiptum við þá sem eru í rekstri í bæjarfélaginu.
Fórum síðan beint á fund framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar sem haldinn var hér í Hveragerði, þar er nóg að gera enda málefnin mörg og stofnanirnar stórar.
Hitti kennsluráðgjafa Skólaþjónustu Árnesþings og fórum við yfir málefni frístundaskólans. Það er vilji bæjarstjórnar að hlúa sem best að öllu því sem snýr að börnum bæjarins en frístundaskólinn er mikilvægur hlekkur þar.
Í sumar á að taka lóðina við frístundaskólann í gegn og eru settar 5 mkr í það verkefni. Það verður mikill munur.
Við Eyþór, forseti bæjarstjórnar, áttum góðan fund með forsvarsmönnum Heilsustofnunar NLFÍ síðdegis. Þar var farið yfir ýmis mál er lúta að stofnuninni og framtíð hennar. Það er ómetanlegt að eiga í góðum samskiptum við þá sem eru í rekstri í bæjarfélaginu.
Fórum síðan beint á fund framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar sem haldinn var hér í Hveragerði, þar er nóg að gera enda málefnin mörg og stofnanirnar stórar.
Comments:
Skrifa ummæli